Útskrifaður

olima
Óli Gneisti Sóleyjarson meistari

Ég var að fá í hendurnar prófskírteini sem staðfestir að ég er með meistaragráðu í þjóðfræði. Í gríni get ég sagt að ég hafi loks verið að klára MA – tíu árum á eftir áætlun. Ég var ákaflega snemma í röðinni, númer 21, og ákvað að fara skömmu eftir það svo ólétta konan mín gæti komist heim að slaka á (37 vikur í gær). Ég þekkti marga á sviðinu. Einn fyrrverandi kennari, hann Jón Torfi, var þar og síðan ýmsir sem ég hef umgengist í námi, starfi og sem hagsmunafulltrúi nemenda.

Ég ákvað að heiðra tengsl mín við keltneskar þjóðir með klæðaburði mínum. Fyrsti áfanginn sem ég tók á meistarastigi var Menningararfur Skota (þó hann hafi raunar bara kallast Menningararfur) og síðan augljóslega þrír mánuðir á Írlandi.

Ég ákvað að uppfæra strax síðuna mína hér til hliðar (Um Óla) en mig grunar að ég þurfi að uppfæra hana aftur innan skamms.

En já, ég er kátur.