Beamish

Þegar ég sé Beamish þá fæ ég Cork nostalgíu. Ég hef raunar aldrei smakkað þessa bjórtegund og tel engar sérstakar líkur á að ég geri það. En á hverjum degi sem ég gekk í skólann sá ég bruggverksmiðjuna.

Fyrst þegar þýsku skiptinemarnir komu til Cork keyptu þeir sér Guinness á kránni. Þeir gerðu þetta af því að þeir vissu að þetta var írskt. Þegar þeir voru búnir að vera í smá tíma í borginni skiptu þeir yfir í Beamish. Guinness er frá Dublin og maður drekkur ekki svoleiðis ef maður vill vera eins og innfæddur í Cork.

En já, það væri gaman að rölta um miðborg Cork.