Leifar Páls postula fundnar

Það er óneitanlega skemmtilegt að sjá Morgunblaðið auðmýkja sig með lélegum fréttaflutningi. Frábært dæmi er hér af því Vatíkanið heldur því fram að líkamsleifar Páls postula hafi fundist. Það er engan fyrirvara að finna í frétt Morgunblaðsins um að þetta gætu verið vafasamar fullyrðingar og þeir koma með líka með þessa dásamlegu línu:

Páll postuli var hálshöggvinn í Róm árið 67 e.Kr.

Eins og þetta sé einhvers konar sagnfræðileg staðreynd. Við getum varla verið 100% viss um að maður hafi verið til og Mogginn ákveður að tímasetja dauða og nefna dánarstað og dánarorsök. Ég get ekki ímyndað mér að margir frjálslyndir trúmenn myndu koma koma með svona fullyrðingar.

Mogginn hefur þó allavega breytt fréttinni því upphaflega stóð að leifar Páls væru fundnar en núna stendur að Páfinn segi að þær séu fundar.