Laugarásvideo

Ég held ég hafi einu sinni á ævinni komið inn á Laugarásvideo og leigði þá ekki einu sinni mynd. Ég syrgi því leiguna ákaflega takmarkað.

En þegar ég var að lesa frétt um málið á DV sá ég nokkuð sem ég var gapandi yfir:

„Tjónið er stórkostlegt. Einhver sagði við mig að þetta væri eins og að Þjóðminjasafnið eða Þjóðarbókhlaðan hefði brunnið, svo mikið er tjónið,“ segir Gunnar sem ætlar ekki að gefast upp.

Ég veit að hann er bara að vitna í eitthvað sem einhver annar sagði en samt. Hve illa upplýstur þarf maður að vera um starfsemi þessara tveggja stofnanna til þess að maður láti sér detti í hug að segja svona? Var yfirhöfuð eitthvað til á Laugarásvideo sem var hvergi til annars staðar í heiminum?