Fólk fast í húsnæði

Ég verð að segja að ég er ekkert að falla fyrir tillögum Árna Páls í húsnæðismálum. Allavega sé ég ekki að fólk sem var að kaupa sér fyrstu íbúð geti komist hjá því að búa í því út lánstímann? Þetta er fólkið sem þarf kannski helst á því að halda að stækka við sig. Eða hvað gerist þegar fólk vill selja? Færir það gömlu lánin yfir á nýtt húsnæði með miklu stærri höfuðstól en ella? Ég held að þetta sé aðalatriði því annars þá er þetta bara eins og greiðslufrysting. Eða hvað?