Ég verð að játa að á fúlustu augnablikum síðustu mánaða þá hef ég ímyndað mér hvað það væri ljúft ef núverandi ríkisstjórn myndi einfaldlega segja stopp og lofa því að veita minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hlutleysi í öllu. Það væri versta martröð þeirra flokka. Það var ljóst strax í kosningabaráttunni að þessir flokkar kæmust ekki í ríkisstjórn og því höfðu þeir frelsi til að segja hvaða vitleysu sem er í von um að almenningur myndi gleyma því hverjir sturtuðu íslensku efnahagslífi ofan í klósettið.
En að sjálfsögðu neyðumst við til að halda áfram að reyna að taka til eftir þessa vitleysinga. Það er ekki annað hægt.