Aumingjaskapur

Það er ekkert nema aumingjaskapur að vísa til Dyflinarreglugerðarinnar og vísa flóttamönnum úr landi af því við megum það (við erum ekki skyldug til þess). Við erum einfaldlega þannig staðsett að þetta samkomulag fríar okkur nær algjörlega frá skyldum okkar við flóttamenn. Eða réttara sagt: Við höfum engar lagalegar skyldur – sum okkar halda í blindni fram að við höfum kannski einhverjar siðferðislegar skyldur. Maður hefði líka vonað að það skipti einhverju að búið er að skipta um ríkisstjórn en svo virðist ekki vera.