Barnaverndarmál í fjölmiðlum

Mér finnst svolítið vafasamt að barnaverndarmál skuli rata í fjölmiðla. Slíkt getur ekki orðið annað en einhliða þar sem barnaverndaryfirvöld geta ekki svarað gagnrýni um einstök mál.

Það hefði verið hægt að tala um málið sem nú er í gangi út frá málsmeðferð einni saman og þannig fá nokkuð góða hugmynd um hvort ferlið sé sanngjarnt og hvort það þurfi að bæta. Það virðist hins vegar hafa orðið aukaatriði í þessu öllu.

Barnaverndarmál eru gríðarlega erfið og þola ekki svona yfirborðskennda meðferð.