Neftóbakið

Ég styð Margréti Tryggvadóttur hiklaust í baráttunni gegn neftóbaki í þingsal. Ég sé líka ekki betur en að röksemdafærslan hennar hafi verið skotheld. Miðað við að þingmenn mega til dæmis ekki vera með neitt matarkyns annað en vatn þá er bara óskiljanlegt að tóbakið hafi orðið útundan.

Það er reyndar undarlegast þegar maður hugsar til þess að Halldór Blöndal hafi verið að væla yfir því að þingmenn væru bindislausir á meðan svona sóðaskapur var í gangi. Reyndar grunar mann að Halldór hafi þarna verið manna verstur í þessu.