Pólitískar ráðningar

Ég hef oft velt fyrir mér pólitískum ráðningum í ráðuneyti. Niðurstaða mín er að þetta sé ekki einfalt mál. Ráðherra er, ef við hunsum tvo núverandi, fulltrúi stjórnmálaflokks. Þeir koma inn og eiga að sjá um “stofnun” sem er mönnum fólki sem vann oft náið með eða var ráðið af pólitískum andstæðingum þeirra. Það er ekki líklegt til árangurs að vinna í slíku umhverfi.

Þetta sást kannski best á fyrstu mánuðum ársins þegar ný ríkisstjórn komst til valda og endalaus lekamál komu upp. Þar voru væntanlega gamlir Sjálfstæðismenn að reyna að koma höggi á nýju stjórnina. Það er líka lengra síðan ég heyrði sögur af vandræðagangi í ráðuneytunum þar sem pólitískir vildarvinir ráðherra fengu stöður sem þeir gátu ekki valdið.

Ég held að þetta þurfi að vera algjörlega gegnsætt. Sumar stöður eiga bara einfaldlega að vera pólitískt veittar. Þeir sem eru ráðnir í þær eiga bara að hafa ráðningu þann tíma sem ráðherra getur gert ráð fyrir að starfa sem er í flestum tilfellum fjögur ár. Ef óvænt stjórnarskipti verða þá mætti reka þetta fólk án rökstuðnings og það fengi þriggja mánaða biðlaun. Aðra starfsmenn ráðuneyta þarf að ráða með eðlilegum hætti í gegnsæu ferli.