Indverski matur kvöldsins – Austurlandahraðlestin

Þegar ég átti afmæli fengum við mat frá Kitchen, í boði Hafdísar, og nú átti Eygló afmæli þannig að við fengum okkur aftur indverskt en í þetta skipti frá Austurlandahraðlestinni. Reyndar höfðum við heimagerðan Tikka kjúkling í matinn í gærkvöld og fyrrakvöld þannig að þetta er mjög indverskt þema hjá okkur.

Við höfðum prufað Austurlandahraðlestina áður án þess að kolfalla fyrir matnum en það var Tikka Masala kjúklingur. Í kvöld gáfum við þessu annan séns. Ég valdi Madras kjúkling en Eygló tók Mangalore kjúkling. Minn réttur er almennt ekki á matseðlinum en hann var alveg æði. Stórkostlega góður. Ég var ekki jafn hrifinn af hinum réttinum. Vandiinn var kannski aðallega að hann myndi mig á ótal “indverska” rétti sem ég hef fengið í mötuneytum sem eiga það sameiginlegt að vera algjörlega óspennandi. Þessi var mikið betri en vakti upp slíkar minningar. Eygló var hins vegar mjög hrifinn.

Naan brauðið var annars vegar með hvítlauk og hins vegar með smjöri. Hið fyrrnefnda var voðalega óspennandi en smjörbrauðið var ákaflega ljúft.

Í heild var þetta mikið betra en síðast og allar líkur á að maður fái sér að borða þarna aftur – sérstaklega ef þeir verða aftur með þennan Madras kjúkling. Nammnamm.