Ákvörðun

Ég er búinn að ákveða hvernig ég nota atkvæði mitt á laugardaginn. Ég ætla að skila auðu. Það lítur allt út fyrir að það sé góður möguleiki á betri samningi og því varla hægt að segja já. Aftur á móti þá er skoðun mín á málinu í heild þannig að jáið stendur mér nær en neiið. Ég hef hins vegar, eins og ég hef áður sagt, engan raunverulegan valkost í stöðunni. Ég vil hins vegar ekki sitja heima því mér finnst að mörgu leyti ágætt að þjóðaratkvæðagreiðslur fari fram þó mér þyki verra að þessi kosning sé svona tilgangslaus.

Jón Ólafsson á Bifröst skrifar annars þetta um málið.

0 thoughts on “Ákvörðun”

Leave a Reply