Skýr skilaboð

Ég hef lesið hjá fjölmörgum að með því að segja nei í kosningunum á morgun þá sé verið að senda skýr skilaboð. Hin einfalda staðreynd er að það er ekki mögulegt. Nei í kosningunum hefur svo ótal túlkunarmáta.

  • Ég er á móti ríkisstjórninni.
  • Ég vil ekki að við borgum neitt.
  • Ég vil ekki að við borgum svona mikið.
  • Ég vil að eldri Icesave-lögin haldi gildi sínu.
  • Ég held að við höfum ekki efni á að borga þetta.
  • Ég vil að alþjóðakapítalisminn verði lagður af strax.
  • Ég tel að við getum náð betri samningi núna en fyrir áramót.

Þetta er líka stóra vandamálið við ákvörðun Ólafs Ragnars því þessir fjölmörgu túlkunarmöguleikar hafa nær alltaf verið til staðar.

Ég tek þó fram að mér finnst að það ætti ekki að vera hvetja fólk til að sitja heima. Mér finnst of mikil Sjálfstæðisflokkslykt af svoleiðis taktík.