Undarleg refsing Sóleyjar

Nú hafa ýmsir vinstrimenn lýst því yfir við mig að þeir hafi andúð á Sóleyju Tómasdóttur og ætli ekki að kjósa VG út af því. Einhverjir líta meira að segja svo á að slíkt sé einhvers konar stuðningsyfirlýsing við Þorleif Gunnarsson. Mig grunar að Þorleifur sé mjög ósammála þeirri greiningu, sérstaklega nú þegar ein skoðanakönnun hefur sýnt að hann komist ekki einu sinni inn í borgarstjórn. Það er einfaldlega þannig að Sóley er örugg inn en Þorleifur er það ekki lengur.

Mér hefur alltaf þótt rökréttara að hugsa um baráttusætin í kosningum heldur en fyrsta sætið enda er líklegast að maður hafi áhrif þar.

Áður en Besti flokkurinn kom fram bentu skoðanakannanir til þess að Líf Magneudóttir og jafnvel Elín Sigurðardóttir gætu komist að í borgarstjórn en núna virðist það allt í einu og sorglega ólíklegt. Þetta þykir mér sorglegt af því að ég tel í raun að þær séu jafnvel nær mér í skoðunum en þau tvö sem sitja í efstu sætunum. Ég veit að þær myndu berjast fyrir þeim gildum sem mér eru kær og skipta máli í borgarstjórn – mannréttindi, menntun og velferð.

Mér þykir allavega skrýtið  að refsa Sóleyju með því að kjósa ekki Þorleif, Líf og Elínu og koma þannig jafnframt í veg fyrir að viðhorf VG, sem voru jafnvel í minnihluta ákaflega mikilvæg, heyrist sterkt í borgarstjórn.

0 thoughts on “Undarleg refsing Sóleyjar”

  1. Af hverju ekki bara að ganga alla leið og strika yfir Sóleyju? Þannig geta menn raunverulega refsað henni? Ertu of hræddur til að styggja hana til þess að stinga upp á því?

  2. Viðbrögð bloggheima við, og umræða um, Sóleyju Tómasdóttur eru svo ógeðsleg og heimskuleg að þau fara langt með að skila henni og VG atkvæði mitt.

    Mér finnst hún flott, hugrökk og það hvað hún staðfastlega segir það sem hún hugsar er eiginleiki sem allir segjast dást að hjá fólki, en eiga oftast erfitt með að þola hjá stjórnmálamönnum.

  3. Sæll Óli.

    Já þetta er athyglisvert.

    Hef sjálfur orðið var við óvinsældir hennar. (í umræðunni)
    Og það er rétt hún er nánast örugg inn … en óvinsældir hennar verða jafnvel…eflaust til þess að næsti maður kemst ekki inn.

    En ég skil nú bara ekki hvernig henni datt í hug að tala um að henni hefði brugðið við að eignast sveinbarn, í viðtali stuttu fyrir kosningar. Man ekki nákvæmlega hvernig hún orðaði það, en eitthvað í þá áttina að það hefði tekið tíma að jafna sig eftir að hafa eignast strák. 😉 ..ekki alveg sniðugast að segja.. í kosningabaráttunni..

    Spes 🙂
    Ekki veit ég hvað ég kýs í mínum bæ. Enginn hefur komið með rós heim til mín hérna, til að biðja mig um atkvæði sitt 😉
    En ég ætla allavega ekki að skila auðu.

    Kveðja
    Einar Einars

  4. Ég vitna bara í Matta sem er með ágætt record með að rífast í femínistum:

    Ég er ekki aðdáandi Sóleyjar Tómasdóttur en mér þykja viðbrögðin sem hún hefur fengið kunnugleg. Ég þekki það nefnilega að vera “öfgamaður” og veit alveg hvernig ummæli eru tekin úr samhengi.

    Ég las viðtalið í DV þar sem fyrri ummælin koma fram. Það er skandall hvernig menn hafa snúið út úr þeim í pólitískum tilgangi.

  5. Nú var snúið út úr orðum hennar ?? ég sá ekki viðtalið bara séð viðbrögðin.

    En það er ótrúlega algengt að snúið sér út úr orðum fólk, í pólitíkinni.

    Alveg var ótrúlegt að horfa upp á suma aðila skjóta á Steingrím J. v/ blaðamannafundsins þegar handtökurnar á kaupþingsmönnunum, einhver blaðamaður spurði hann hvort þetta myndi sefa reiði almennings .. hann svaraði einhverju um að eflaust yrði fólk ánægt að sjá að eitthvað væri að gerast í rannsókninni…. neinei þá var komið á pressuna hjá vissum aðilum þar .. Hannesi minnir mig .. að þetta hefðu verið hans orð. Að hann hafi sagt.. að vonandi myndu þessar handtökur sefa reiði almennings.

    Dapurleg aðferð rökþrota fólks.

    kv.

  6. Ég þarf greinilega að fjalla um ummæli Sóleyjar, maður hélt að þar sem þetta byrjaði á AMX eða enginn skynsamur maður myndi falla fyrir þessu en ég hef haft rangt fyrir mér.

  7. Hehe, ég hef aldrei lesið AMX.

    En ég persónulega sá þetta bæði á Facebook í umræðu fólks.. og athugasemdir á Eyjunni .. við fréttir af .. einhverju tengdu VG .. osfrv.

    Já endilega fjallaðu um þetta, ég les þann pistil. 🙂
    kv.

    Einar

  8. Sóley er langt frá því að vera eftirlætismanneskja mín í heiminum, en mér finnst það sárgrætilegt hversu hægri spuninn hefur verið óréttlátur í hennar garð og hvað það eru margir sem lepja hann upp án nokkurrar umhugsunar.

    Ég hafði verið faðir stúlku í næstum 10 ár þegar ég eignaðist son, og satt að segja varð mér ekki um sel og varð frekar áhyggjufullur. Ég skil nákvæmlega hvað Sóley átti við. Vandamálið við Sóleyju er að hún er mikið saklausari sál en flestir ímynda sér og hefur oft ekki verið nógu mikið á varðbergi gagnvart því hvernig hægt er að snúa orðum hennar.

Leave a Reply