Af nútímaþrælahaldi

Ég rak augun í þessa staðhæfingu á bloggsíðu áðan:

Verðtrygging (í hvaða formi sem er, þ.á.m. gengistrygging) er ekkert annað en nútíma þrælahald.

Það væri stundum gott að geta gefið fólk rauða spjaldið almennt í umræðum: „Núna sagðir þú nokkuð sem er svo óbærilega heimskulegt að þú verður að sitja og þegja í hálft ár á meðan þú hugsar þinn gang.“
Fyrir þá sem ekki vita þá er alveg til þrælahald í nútímanum og það snýst ekki um að hafa áhyggjur af því að þurfa að borga meira af húsnæðislánum.

Og að sjálfsögðu fjallar þessi færsla ekki um verðtryggingu ef einhver þjáist af þeim misskilningi.