Ólöglegar kosningar og Vigdís Hauksdóttir

Fyndnasta frétt síðustu viku var án efa sú að Vigdís Hauksdóttir hélt að kosningarnar væru hneyksli vegna þess að hún hlustaði ekki á það sem formaður landskjörstjórnar sagði áður en hann las upp þá sem komust inn á stjórnlagaþing. Það var hilaríus.

Í dag heldur hún því fram að landskjörstjórn hafi misskilið kosningalögin. Ég fór svona snöggt yfir lögin  og það sem ég held að Vigdís hafi ekki áttað sig á því að þar er ekki bara ákvarðað hvernig skal útdeila efstu sætunum heldur líka þeim neðstu. Sumsé, ekki bara ofan frá heldur líka neðan frá. Við sjáum það ferli í stóra pdf skjalinu frá landskjörstjórn. Þar sjáum við að niðurstaðan er ljós þegar búið er að útdeila 26. sætinu. Þá var búið að útdeila öllum sætum fyrir neðan þau sem gefa sæti á stjórnlagaþing og þar að auki efstu 11 sætunum. Þeir sem voru eftir á þeim punkti komust þá inn. Ég sé ekkert í lögunum um að frambjóðendur þurfi að ná umræddum sætishluti til að ná kjöri heldur er sú tala fyrst og fremst notuð til að senda umfram atkvæði á frambjóðendur sem eru fyrir neðan.

En það gæti verið að ég sé að misskilja misskilning Vigdísar. Ég er þó nokkuð viss um að frummisskilningurinn sé frá henni kominn.

0 thoughts on “Ólöglegar kosningar og Vigdís Hauksdóttir”

 1. Hún er óttalega vitlaus, greyið. Hvernig hún komst í gegnum lögfræðina segir kannski eitthvað um kennsluna þar. Í 14. gr. 8. tölulið laganna um stjórnlagaþingið segir: “Þegar tala þeirra frambjóðenda sem enn koma til álita að hljóta sæti er orðin jöfn tölu þeirra 25 sæta sem eftir er að ráðstafa skal sætunum úthlutað til þessara frambjóðenda án frekari útreikninga.” Sem sagt, það þurfti ekki að reikna sætistöluna fyrir þessa 14 sem enn komu til greina, af því það voru nákvæmlega 14 sæti eftir til úthlutunar!

 2. Þetta er reyndar ruglingslega orðað í greinargerðinni:
  “Sætishlutur segir til um það atkvæðamagn sem frambjóðandi þarf að ná til að ná kjöri.”
  Og ég sé að þetta virðist vera miklu skýrara í frumvarpinu sjálfu heldur en lögunum, sbr þetta:
  Frumvarpið: “Nú skal þeim úthlutað sætum á stjórnlagaþingi sem eru í efstu 25 sætum miðað við framangreinda röðun.”
  Lögin: “Þegar tala þeirra frambjóðenda sem enn koma til álita að hljóta sæti er orðin jöfn tölu þeirra 25 sæta sem eftir er að ráðstafa skal sætunum úthlutað til þessara frambjóðenda án frekari útreikninga.”
  Hún er líklega að reyna að halda því fram að frambjóðendur sem náðu ekki sætishlut koma ekki “til álita að hljóta sæti”.

 3. En á lögunum sést síðan að það getur ekki verið réttur skilningur á “til álita að hljóta sæti”, sbr þetta:
  “Hafi frambjóðandi hlotið atkvæðatölu umfram sætishlut skal færa hvern einstakan kjörseðil hans í bunka þess frambjóðenda sem næstur er nefndur í forgangsröð á seðlinum og er meðal þeirra sem enn koma til álita að hljóta sæti. ”
  Þarna getur “koma til álita að hljóta sæti” ekki vísað til þeirra sem eru komnir með sætishlut.

Leave a Reply