Trúfrelsi fyrir suma

Ég verð að játa að fatta ekki hvað í ósköpunum formaður skipulagsráðs Reykjavíkur er að meina með ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag.

„Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku,” segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur.

Allir einsAllir hljóta að átta sig á að enginn myndi detta í hug að segja til dæmis kaþólikkum að þeir geti bara deilt húsnæði með Fríkirkjunni. En um leið þá er voðalega skrýtið að setja félag sem er búið að bíða eftir lóð í ár og aldir með félagi sem er nýstofnað (eða nýklofnað kannski frekar).

„Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút,” segir Páll,

Ég velti dálítið fyrir mér hvað Páli þyki hentugar lóðir. Eru það lóðir sem eru í þægilegri fjarlægð frá almennilegu fólki sem þarf þá ekki að búa við múslima í hverfinu sínu? Ég bara spyr.

En þessir múslimar eru líka allir eins líkt og sést á myndskreytingunni við fréttina á Vísi og hvers vegna ættum við þá að gera greinarmun á Félagi múslima, Menningarsetri múslima eða Al kaída?