Taktísk mistök hjá Steingrími

Mér sýnist að það hafi verið taktísk mistök hjá Steingrími og ríkisstjórninni allri að reyna áfram að ná samkomulagi um IceSave. Það virðast líka sumir hafa gleymt að þeir töldu svik að reyna að semja aftur.

En mikið er ég feginn að spuninn hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokk eigi að snúast um hve hræðilegur síðasti samningur var með tilheyrandi ýkjum (100 milljarðar eða hundruð milljarðar) og gleymsku frekar en að ráðast á þann nýja.