Stjórnlagaþing – Hve marga valdi fólk?

Ég er ekki enn hættur að leika mér að tölunum úr stjórnlagaþingskosningunni. Hér sjáum við hve mörg gild atkvæði voru í hvert sæti. Við sjáum að rétt um 24 þúsund manns, tæp 30% af þeim sem voru með gild atkvæði, nýttu þann möguleika að velja í öll sætin.

 1. 82.141 – 100%
 2. 79.343 – 96,6%
 3. 76.762 – 93,45
 4. 73.984 – 90,1%
 5. 70.963 – 86,4%
 6. 67.318 – 82%
 7. 63.905 – 77,8%
 8. 60.736 – 73,9%
 9. 57.697 – 70,2%
 10. 55.154 – 67,1%
 11. 50.847 – 61,9%
 12. 47.929 – 58,3%
 13. 44.901 – 54,7%
 14. 42.721 – 52%
 15. 40.439 – 49,2%
 16. 37.861 – 46,1%
 17. 35.746 – 43,6%
 18. 33.940 – 41,3%
 19. 32.246 – 39,3%
 20. 30.838 – 37,6%
 21. 28.897 – 35,2%
 22. 27.616 – 33,6%
 23. 26.346 – 32,1%
 24. 25.254 – 30,8%
 25. 24.126 – 29,4%

0 thoughts on “Stjórnlagaþing – Hve marga valdi fólk?”

 1. Mjög athyglisverðar tölur. Ég hygg að augljós niðurstaða sé að kosningakerfið sé óhæft til notkunar fyrir 25 manna kjördæmi. 6 manna val virtist hins vegar ekki vefjast fyrir 82% kjósenda.

 2. Rétt að benda á að það er í raun tilviljun að fólk var beðið að setja 25 númer á kjörseðillinn, það hefur ekkert með 25 kosna að gera, hægt hefði verið að leyfa færri, nú eða fleiri, þannig að “25 manna kjördæmi” hefur í raun ekkert með það að gera. Þeim mun fleiri sem settir eru á lista þeim mun líklegra er að atkvæðið nýtist, og (ótengt því) að einhver á listanum þínum komist að þó að atkvæðið þitt nýtist viðkomandi ekki.

Leave a Reply