Mesta úrval landsins af borðspilum

Ég var að skoða bækling frá Toys’r’us í gær og rakst á þá staðhæfingu að þar væri mesta úrval landsins af borðspilum. Mér fannst það stórkostlega ólíklegt. Ég taldi allar líkur á að til dæmis Nexus hafi meira úrval en Spilavinir hafi miklu meira úrval. Þær hjá Spilavinum sáu líka auglýsinguna og fóru að telja úrvalið í Toys’r’us. Samkvæmt þeim er fjórfalt meira úrval af borðspilum í Spilavinum heldur en í Toys’r’us. Það kemur ekki á óvart.