Frjáls klám frá Íran

Frjáls klám
Frjáls klám

Fyrir rétt rúmlega þremur árum fékk ég heimsókn frá einhverjum sem var að leita að ókeypis klámi með hjálpi orðabókar eða tölvuþýðingar. Ég skrifaði bloggfærslu um það.

Í kjölfarið hef ég oft fengið álíka heimsóknir þar sem bloggfærslan sem ég skrifaði skoraði hátt á Google.

Í gær var ég að skoða teljarann minn, sem ég geri ekki oft þar sem ég blogga nær ekkert núorðið og rakst á þessa heimsókn.

Ég man ekki eftir því að hafa áður fengið heimsókn frá Íran. Mig grunar að fyrsti gesturinn þaðan hafi ekki verið sérstaklega glaður með það sem hann fann.

Nú eru síðan allar líkur á að þetta skjáskot af teljaranum mínum skori mjög hátt á Google hjá þeim sem eru að leita sér að frjálsu íslensku klámi. Verði þeim að góðu.