Ég póstaði tveimur lögum úr sjónvarpsþáttum á Facebook um daginn og datt síðan í hug að búa til gamaldags bloggleik. Þetta er fimmti og síðasti dagurinn sem ég birti lag. Þið reynið að þekkja það og setjið athugasemd ef þið haldið að þið þekkið það. Sá sem er fyrstur vinnur hverja umferð. Í húfi er heiður ykkar.
Hmm, eina sem mér dettur í hug er Quantum Leap?
Og það er rangt.
LA Law maður!
Jæja, af einhverjum ástæðum datt svarið ekki í innhólfið mitt en Sævar þekkti L.A. Law. Þannig vinnur Erlendur keppnina með tveimur stigum en Sævar, Hafdis og Birgir taka 2.-4. sætið. Var þetta gaman?
Já, þetta var gaman! En þetta þekkti ég ekki.
Mjög skemmtilegt þó ég hafi alltaf verið mörgum klukkutímum (dögum) of sein til að vera með 🙂