Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 4

Ég póstaði tveimur lögum úr sjónvarpsþáttum á Facebook um daginn og datt síðan í hug að búa til gamaldags bloggleik. Fram á föstudag birtist eitt lag á dag. Þið reynið að þekkja það og setjið athugasemd ef þið haldið að þið þekkið það. Sá sem er fyrstur vinnur hverja umferð. Í húfi er heiður ykkar.

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 4

0 thoughts on “Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 4”

  1. haaaaaa! ég re-freshaði endalaust, hlustaði strax og kommentaði strax en samt eru TVEIR á undan mér!
    Vinsælasti leikur veraldarvefsins eða? 😉

  2. Að vel athuguðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að til að sigra Erlend þarf ég að vinna þrisvar. Miðað við gengi mitt í þessari keppni hef ég reiknað út að líkurnar á því séu um það bil 0,04%. Skynsamleg niðurstaða er því sú að ég ætla að vera með Erlendi í liði 😉

  3. Ég hélt að Hafdis hefði verið fyrst miðað við röðina sem svörin birtust í innhólfinu mínu en WordPress segir að Erlendur hafi verið á undan og það kerfi ræður. Það hefur bara munað nokkrum sekúndum. En lagið var úr Murder She Wrote. Það er þá spurning hvort Birgir vill reyna að ræna sigrinum af Erlendi á morgun – Hafdís ætlar að taka próf fram yfir keppni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *