Framhald af Öddu (klámlaust)

Ég skrifaði fyrir nokkru um gervi Facebook prófílinn hennar Öddu. Í kjölfarið hef ég rökrétt við vini mína (á Facebook) um skaðsemi og skaðleysi þess að samþykkja ókunnugt fólk sem vini á Facebook. Almennt virðist fólk ekki hafa miklar áhyggjur af þessu jafnvel þó um svona gerviprófíl sé að ræða.

Ég hef bent á nokkur atriði sem fólk ætti að hafa í huga:

  • Þegar þú samþykkir einhvern þá munu örugglega einhverjir aðrir vinir þínir túlka það sem „gæðastimpil“ þinn.
  • Þeir sem eru á bak við svona prófíla gætu verið að sigta út einhver gögn, til dæmis tölvupóstföng fyrir spammara.
  • Mögulega væri hægt að nota svona gerviprófíla til að dreifa einhverjum vírusum og ormum um Facebook (það gæti alveg eins hafa gerst nú þegar).

Ég held allavega að þetta sé ekki endilega skaðlaust og fólk mætti velta þessu aðeins fyrir sér.

Leave a Reply