Sorgarsaga höfundaréttar og Moby Dick

Ég hef nokkrum sinnum heyrt fólk vísa í Moby Dick sem dæmi um hve gott það sé að höfundaréttur gildi eftir dauða höfundar. Hvorki Melville né fjölskylda hans græddu nokkuð á því þegar bókin varð loks vinsæl. Sjálfur var hann löngu látinn en líklega átti hann einhverja afkomendur á lífi – þó ég viti það ekki fyrir víst.

En er þetta rétt túlkun? Hvað hefði gerst ef höfundaréttur hefði gilt jafn lengi og hann gerir í dag? Maður getur spurt sig hvort nokkur hefði lagt á sig að endurútgefa Moby Dick – floppaða bók eftir minniháttar rithöfund – ef það hefði þýtt greiðslur til afkomenda hans. En ekkert þurfti að borga þannig að bókin var gefin út fljótlega eftir dauða hans. Hægt og rólega vann hún á og er nú álitin meistaraverk. Ef bókin hefði verið varin höfundarétt hefði þetta ekki gerst. Jafnvel þó það hefði bara verið í 50 ár eftir dauða hans þá hefði Melville líklega verið algjörlega gleymdur og enginn hefði haft áhuga á bókinni. Hvað þá eftir 70 ár eða 90 ár? Dauður, grafinn og gleymdur og við gætum ekki vísað í hvíta hvalinn.

Eru ekki góðar líkur á því að við höfum síðustu öld með öflugri höfundarétt tapað töluvert af góðum bókum, jafnvel stöku meistaraverki, í limbó höfundaréttar hinna dauðu?