Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Það er ástæða fyrir því að lögreglumenn rannsaka ekki mál ættingja sinna. Maður getur ekki metið mál þeirra á sömu forsendum og annarra. Mér þykir því alveg stórskrýtið að fólk vilji draga þá ályktun að þar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum efist um sekt tengdaföður síns þá sé hún einhvern veginn vanhæf til að koma að öðrum málum í sama flokki. Ef hún sagði ekkert meira en það sé ég hef séð til hennar vitnað á DV þá var þetta frekar varfærnislega orðað og var aðallega stuðningsyfirlýsing hennar við eiginmann sinn.