Verkferlar, hefðir og lög

Ég hef nokkrum sinnum setið í stjórnum félaga. Ég hef þá merkilegt nokk lagt mig fram um að lesa lög þeirra. Stundum kemur upp sú staða að verkferlar í félaginu eru öðruvísi en mælt er fyrir í lögum þess. Við slíku er hægt að bregðast við á tvennan hátt. Ef hefðin sem skapast hefur í félaginu er betri þá er gott að breyta lögunum. Ef lögin eru betri skal breyta verkferlunum. Ég hef aldrei litið á það sem valmöguleika að hunsa lögin og fara bara eftir hefðinni. Það er t.d. af því að ég veit að ég gæti aldrei réttlætt það ef eitthvað færi úrskeiðis.