Sáttur við stöðuna

Þegar ég sé fólk tala um að þessi kreppa hafi staðið alltof lengi og allt ætti að vera orðið, ja, ef ekki gott þá allavega betra þá verður mér hugsað aftur til hrunsins. Ég varð alveg ótrúlega svartsýnn og mér leið alveg hrikalega illa. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi reddast fljótt og örugglega. Ég gerði ráð fyrir að þetta yrði löng og sársaukafull kreppa. Burtséð frá stuðningi mínum við ríkisstjórnina þá tel ég ástandið í dag einfaldlega betra en ég bjóst við að það yrði.

Ég velti því fyrir mér hverjar væntingar þeirra sem segja að allt ætti að vera orðið gott í dag voru þegar hrunið var að ganga yfir. Var það svona mikið bjartsýnna en ég var?