Gullni meðalvegurinn afpantaður

Sumir virðast vera háðir hugmyndinni um gullna meðalveginn þegar þeir eru að tjá sínar skoðanir. Þeir ná að afgreiða tvo póla sem öfgar á meðan þeirra eigin skoðun er rökrétti og hófsami millivegurinn. Ég á voðalega erfitt með sjálfan mig þegar ég upplifi mig á þann hátt. Mér finnst ég vera, á einhvern undarlegan hátt, að reyna að koma mér undan því að taka afstöðu. Ég held að betri leið til að sjá skoðanir sínar fyrir sér í einhvers konar hnitakerfi þar sem manns eigin skoðun liggur ekki beint milli tveggja andstæðra póla heldur er hún bara staðsett einhvers staðar annars staðar á ásunum. Allavega þá er vert að muna að skoðun sem virðist fara milliveg tveggja geggjaðra skoðana getur líka verið geggjuð.