Árið 2013

Augljóslega var Ingimar Vilhelm atburður ársins.

Afrekaði eitthvað með Rafbókavefinn en eftir því sem liðið hefur á árið þá hef ég haft minni frítíma (sem er í beini samhengi við aðalatburð ársins). Vona að ég taki mig á á næsta ára.

Fór í smá aðgerð sem tókst vel.

Kenndi aðeins í Endurmenntun.

Ferðaðist aðeins um landið.

Hjólaði meira en í fyrra. Hjólaði frá Langanesi að Selárdalslaug.

Handleggsbraut mig örlítið.

Stóð mig vel í vinnunni. Mörg smá afrek sem glöddu mig.

Gerði tvo útvarpsþætti.

Tók Truflun.net í gegn.

Bloggaði ekki nóg.

Spilaði ekki nóg.

Hitti vini mína ekki nóg.

Lagði grunninn að meiri sköpun á næsta ári.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *