Nafnleynd óheiðarlegra heimildarmanna

Minnisblaðið sem var lekið til blaðamanna – að því er virðist úr Innanríkisráðuneytinu  hefur vakið upp hjá mér spurningar um vernd heimildarmanna. Það er vissulega oft á tíðum mikilvægt fyrir blaðamenn að geta verndað heimildarmenn með því að veita þeim nafnleynd. En hver er skylda blaðamanna í garð heimildarmanns sem lét þeim í hendur rangar eða villandi upplýsinga í áróðursskyni?
Er nokkur ástæða til þess að verja slíka heimildarmenn? Er það ekki beinlínis skylda blaðamanna að upplýsa um slíkt? Eru þeir blaðamenn sem verja heimildarmenn sem ljúga að þeim ekki einfaldlega að hvetja til þess að aðrir heimildarmenn munu ljúga að þeim í framtíðinni vitandi að þeir þurfi ekki að sæta ábyrgð?
Af hverju upplýsa Fréttablaðið og Morgunblaðið ekki um hver það var sem lék í þá umræddu minnisblaði? Hvers vegna að verja óheiðarlegan heimildarmann?

Leave a Reply