Fyrsti dagur (einn í fullu) fæðingarorlofi

Frá því í nóvember hef ég verið í hálfu fæðingarorlofi en í dag er ég kominn í fullt orlof. Það er merkilega erfitt að reyna að hunsa vinnuna, reyni að forðast vinnupóstinn og vona að afleysingafólkið mitt sé nógu vel undirbúið.

Fyrsta verkið var að fara í tíu mánaða skoðun í morgun.

Annars er stefnan að vera duglegri að fara út á meðal fólks heldur en síðast þegar ég var í fæðingarorlofi.

Rétt er að taka fram að þetta er ekki upphaf af færsluflokki um fæðingarorlof mitt. Ég læt öðrum um það.

 

Leave a Reply