Sumir aðhyllast þjóðaratkvæðagreiðslur sem prinsipp. Það er að þjóðin þurfi að taka beina ákvörðun um mikilvæg mál.
Það sem sést núna er að fyrrverandi stjórnarandstæðingar sem þá töluðu um þjóðatkvæðagreiðslur en hafna þeim nú eru ekki svoleiðis prinsippfólk. Þau vildu einfaldlega nota þjóðaratkvæðagreiðslu sem vopn í stjórnmálabaráttu.
Þetta sést augljóslega líka á því að það var prinsippmál að láta almenning í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu ákveða hvort ætti að semja um Icesave en þjóðaratkvæðagreiðslur um nýja stjórnarskrá var markleysa að mati sama fólks.