#Kommentakerfið – Síðasti dagurinn runninn upp!

KommentakerfiðÞá er runninn upp síðasti dagurinn í söfnun minni á Karolina Fund. Það er ljóst að spilið verður gefið út en óvíst hve stórt upplagið verður. Það ræðst töluvert af því hve góður dagurinn í dag verður. Auðvitað er séns á að spjalla bara við mig ef þið treystið ykkur ekki til að kaupa í gegnum Karolina Fund. En dagurinn í dag er helgaður söfnuninni þar.

Endilega farið þangað. Endilega deilið tengli á söfnunina. Endilega hvetjið fólk til að kaupa.

Það er hægt að kaupa fleiri en eitt spil í einu. Bara með því að hækka upphæðina sem kemur á greiðslusíðunni. Eitt spil kostar 30 evrur, tvö spil 55 evrur, þrjú spil 80 evrur, fjögur spil 105 evrur og fimm spil á 130 evrur. Þið getið alltaf bætt við 25 evrum til að fá aukaspil.

Leave a Reply