Vídeóspólan – heimildarmynd

VídeóspólanFyrir fimm árum síðan fékk ég hugmynd að heimildarmynd sem ég hef gælt við að gera síðan. Umfjöllunarefnið er vídeóspólan og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Þegar ég fékk hugmyndina þá var hugsunin að myndin yrði lokaverkefni mitt í hagnýtri menningarmiðlun og ég man að ég ræddi hugmyndina bæði við Eggert Þór og samnemendur mína. En það fór svo að ég gerði Rafbókavefinn í staðinn. Í fyrra endurvakti ég hugmyndina en þá tók #Kommentakerfið yfir líf mitt.

Núna hef ég ákveðið að fara af stað með verkefnið. Ég er kominn með söfnunarsíðu á Karolina Fund þar sem ég kynni verkefnið. Ástæðan fyrir því að ég er að safna fyrir þessu verkefni er aðallega að ég þarf að fjárfesta í betri tækjum. Það er aðallega það sem snýr að hljóðupptöku en síðan vantar mig helst einhvern ljósabúnað.

Ég held að hugmyndin sjálf sé mjög góð. Vídeóspólan olli byltingu á Íslandi. Menningin varð aldrei söm aftur. En vídeóspólan er kominn á endapunkt núna. Glæsileg kvikmyndasöfn fara beina leið í endurvinnsluna. Myndbandaleigur eru nær útdauðar og þar finnast varla spólur lengur.

Ég bjó til smá kynningarmyndband um verkefnið.

Leave a Reply