Árið er 2019 og tekist hefur að byggja Nýja-Tókýó eftir að sú gamla sprakk árið 1988.
Fyrir þrjátíu árum fékk ég Akira lánaða á spólu frá Þórarni frænda og féll ekki fyrir henni. Ég gaf henni annan séns og meginmunurinn er að á bíótjaldi skil ég betur hvað fólk sér við hana.
Akira er meira flott en góð. Söguþráðurinn er steypa og ekkert sérstaklega áhugaverð sem slík. Persónurnar heilla ekki, hvorki sem skúrkar né hetjur (ekki að það sé nokkur skýr lína þar á milli).
Líklega er það tónlistin sem heillaði mig helst.
Katsuhiro Ôtomo er bæði leikstjóri og upprunalegu Manga seríunnar. Satt best að segja var ég hrifnari af bókinni.
Maltin gefur ★★★ og segir líka að allir aðdáendur teiknimynda fyrir fullorðna þurfi að sjá hana. Sjálfur er ég miklu meira fyrir hina krakkavinalegu Granni minn Totoro sem var frumsýnd um þremur mánuðum á undan Akira.
Mín hávísindalega nálgun á stjörnugjöf: ★★⯪☆☆