The French Connection (1971)★★★★☆👍

Löggan Stjáni blái Doyle álpast í gegnum fíkniefnamál eins og ofbeldisfullur Dirk Gently.

The French Connection fékk Óskarinn fyrir besta handrit, leikstjóra, klippingu, leikara og kvikmynd. Ég er tvíbentur í afstöðu minnar til myndarinnar. Söguþráðurinn er rugl en þó byggður á sönnum atburðum (að einhverju leyti). En Hackman er vissulega góður.

Það eru nokkur frábær atriði í The French Connection sem gera hana þess virði að horfa á. Eitt fyndið lestaratriði og eitt spennandi lestaratriði sérstaklega. Kvikmyndatakan er á köflum alveg stórkostleg.

Kannski ætti að gefa The French Connection mínus-stig fyrir áhrifin á löggumyndir síðustu áratuga. Líklega er Dirty Harry, sem kom út sama ár, meiri sökudólgur. Popeye Doyle er allavega augljósari skíthæll og algjörlega laust við persónutöfra.

Útgáfan sem við sáum var endurlituð árið 2012 eftir að leikstjórinn William Friedkin hafði, að sumra sögn, eiginlega eyðilagt hana fyrir blu-ray-útgáfu nokkru fyrr.

Wikipedia bendir á að til sé uppdiktað framhald af The French Connection

Maltin gefur ★★★★ sem sýnir að hann er sinnar kynslóðar.

Óli gefur ★★★★☆ sem er mikið minna.

¹ French Connection II (1975) is a fictional sequel.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *