Eygló er að lesa ævisögu Bryndísar Schram, ég bíð eftir að heyra djúsí sögur um hvað gerðist bak við tjöldin í Stundinni Okkar…
Ekki það að ég muni eftir Bryndísi í Stundinni Okkur, ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvenær það var. Bryndís er 65 ára (segir Eygló) sem þýðir að hún fæddist fimm árum á eftir ömmu Eyglóar. Bryndís er að vísu heilum 26 árum yngri en amma mín sem á afmæli í dag (er semsagt 91 árs).
Ég sleppti því að hringja í ömmu í dag enda held ég að hún fái nóg af símtölum í dag og vegna þess að mér finnst hún ekkert heyra í mér þarna á sjúkrahúsinu.
Amma er afmælisbarn dagsins og það færir þessa færslu heillangt frá því sem hún átti að fjalla um.