Jæja, Fritz the Cat og Wizards var rúllað í gegn í kvöld. Áhrifin voru einsog við mátti búast, Halli orðaði það vel þegar hann sagði: „ég vona að ég geti keyrt heim á eftir“ – Ef Halli hefur lent í árekstri þá er það af því hann var á sýru.
Við horfðum á brot úr viðtali við Bakshi (leikstjórann) og maðurinn virðist vera geggjaður. Hann sagði frá því að fyrsta stöðuhækkun hans í teiknimyndabransanum hefði komið til af því að hann færði borðið sitt sjálfur til og fór bara að vinna einsog hann hefði verið hækkaður í tign.
Verð að sjá Heavy Traffic og að gefa Lord of the Rings útgáfunni hans annað tækifæri.