DV aftur

Ætli DV hafi ekki verið að fremja endanlegt sjálfsmorð í dag? Þó ég segi að ég vilji blað sem er utan kerfisins þá á blaðið ekkert gott skilið þegar þeir klúðra svona:

Páll Baldvin Baldvinsson, ritstjóri DV, segist einnig harma mistökin. Hann segir þetta hafa gerst vegna mistaka við myndaleit á netinu. Við leit eftir nafni stúlkunnar sem handtekin var á tilteknum skíðavef komi upp röng mynd. Páll segir að við slíka leit í framtíðinni, sem tíðkist nokkuð á DV, verði kannaðar enn betur þær myndir sem svari kalli á netinu.

Málið er að DV hefur engan rétt á að nota myndir sem þeir finna á netinu. Þeir eru að brjóta höfundarrétt þegar þeir gera það.

Þetta er líka fjandans ósiður hjá mörgum vefritum sem gera þetta óhikað. Sum skreyta hverja einustu grein með myndum sem þau hafa engan rétt á að nota án þess að gera nokkra tilraun til að benda á réttan höfund eða fá leyfi frá honum. Mér finnst reyndar það alltaf verra að nefna ekki höfundinn heldur en að fá ekki leyfi.

10 thoughts on “DV aftur”

  1. Þetta er samt ekki alltaf af illsku. Á vefritinu mínum eigum við einfaldlega ekki ennþá peninga til að kaupa aðgang að myndagagnabönkum en við höfum þá reglu að velja myndir sem virðast vera komnar í einhverskonar allragagnsnotkun og svo prómómyndir. Þegar einhver vafi hefur leikið á því að við gætum haldið framangreindu fram með vissu höfum við getið uppruna. Stefnan er þó sú að bæta úr þessu um leið og við höfum efni á því enda vitum við upp á okkur skömmina. Svona sér í lagi í ljósi þess að vefritið virðist ætla að tóra lengur en hálft ár og það að hafa þessi mál ekki á hreinu er þrátt fyrir allt frekar óprófessjónalt.

  2. Ég sagði líka ósiður en ekki illska. Við vorum alltaf að stefna á það á Vantrú að safna saman myndum sem við eigum sem við gætum tengt efninu en það hefur aldrei orðið að veruleika.

  3. Veit, var heldur ekki að tala beint í neinni vörn þótt ég sé vissulega stundum með sammara yfir þessu, illskuorðalagið var meira svona bara almennt og ekki djúpt hugsað. Mér fannst þetta bara góður punktur hjá þér 🙂

  4. Líka ansi mikill munur á vefritum eða bloggum sem eru ekki á neinum budget og dagblaða sem eru með ljósmyndara á launum …

  5. Ég reyndar hef mikið velt fyrir mér textaráni fjölmiðla, bæði því þegar vitnað er í vefrit og svo þegar vitnað er í blogg einkapersóna og þau jafnvel slitin úr samhengi í einhverju ,,úr bloggheimum“ dálkum. Ég er ekki beint að kvarta yfir því að lesbókin hafi allavega tvisvar birt væna hluta úr greinum af Hugsandi á áberandi stað en ég velti því vissulega fyrir mér í bæði skiptin hvort til væru einhverjar reglur um svona lagað sem ég vissi ekki af? Hafa dagblöð sett sér siðareglur hvað svona varðar? Veit einhver til þess?

  6. Séu höfundarréttarákvæði einhversstaðar á heimasíðunni, jafnvel þótt það sé á undirsíðu, þá er það lögbrot að vitna í þá heimasíðu án fenginna leyfa.

    Sjá heimasíðu Fjölís.

  7. Ég held að allt efni er höfundavarið sjálfkrafa, það skiptir ekki máli hvort það sé svona klausa.

Lokað er á athugasemdir.