Ég verð að játa að mér er sama hvort Egill Helgason er á RÚV eða Stöð 2. Það er jafn auðvelt að forðast að horfa á hann á hvorri stöðinni sem er. Það var hins vegar áhugavert að lesa bréf lögmanns 365 um málið. Tilvitnanir í tölvupósta sem Egill sjálfur sendir virðast staðfesta að hann var í raun búinn að semja en forðaðist að skrifa undir endanlegan samning að því er virðist til að freista þess fá betri díl annars staðar. Ég vona að 365 leyfi honum ekki að komast upp með þetta.
2 thoughts on “Hringlið á Agli”
Lokað er á athugasemdir.
Eitthvað myndi Egill líka segja ef að þetta hefði verið á hinn veginn.
En færstir Íslendingar virðast gera sér grein fyrir því að þegar fólk er ráðið í vinnu þá hefur atvinnurekandinn líka réttindi. Flestir halda að þetta sé bara einhliða samningur.
Egill virðist í raun ekkert neita þessu í svörum sínum, frekar er það á þá leið að hann segist ekki hafa talið þetta nógu formlegt til að gilda.
En það er rétt hjá þér, fólk virðist vera alveg laust við að hugsa um þetta sem svona tvíhliða skyldur.