Örn Bárður á grein sem hefur slegið í gegn meðal fylgismanna tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkur um bann við trúboð af því að hann afhjúpar sig algjörlega. Þar stendur meðal annars:
Þú spyrð: „Er það mismunun að allir nema tveir fari í kirkjuferð? Er það rétt, með velferð barnanna í huga, að skilja þau frá hópnum?“
Svar mitt er: Það hefur alltaf haft kostnað í för með sér að tilheyra minnihlutahópi. Þessi nálgun, „vesalings ég og börnin mín“, virkar ekki sannfærandi. Þú verður bara að kyngja því að börnin þín uppgötvi að þau tilheyri minnihlutahópi ef þú hefur valið sjálfum þér og þeim lífsskoðanir minnihlutans.
Berum þetta saman við það sem hann skrifar til að kynna sig sem frambjóðanda til stjórnlagaþings:
Ég vil nýta fjölþætta reynslu mína til að móta nýja stjórnarskrá þar sem byggt er á hinu liðna en horft í von fram á veginn, í bjartsýni og virðingu fyrir fólki með ólíkar skoðanir, litarhátt, þjóðerni, kynferði og trú.
Einhverjir myndu segja að þarna sjáist tvö ákaflega ólík andlit prestsins. Mig grunar að fyrri tilvitnunin gefi sannari mynd af honum.