Sigtið, fjölmiðlar og paranoia

Nú hef ég áður bent á að Sigtið er einhver gagnlegasti vefurinn sem finnst til leita uppi frambjóðendur sem eru með svipaðar skoðanir og maður sjálfur. Það sparar manni ekki alla vinnuna en maður veit hverja maður á að skoða betur. Þrátt fyrir þetta sé ég ekki að fjölmiðlar séu að benda kjósendum á þetta. Það er miður.

Annars þótti mér fyndið að sjá í athugasemd hjá Jóni Daníelssyni að einhver var mjög skeptískur á Sigtið og var búinn að njósna út að hún væri hýst í Þýskalandi. Þar býr bara einn frambjóðandi sem er Hjörvar Pétursson. Eitthvað þótti þetta tortryggilegt. Hins vegar er höfundur síðunnar Thor Kummer og það hefur aldrei verið leyndarmál.