Uppáhaldsteiknimyndin

Nils var að benda mér á að uppáhaldsteiknimyndin mín, Wizards, sé að koma út á dvd. Þetta er góð útgáfa með yfirlestri og allt, raunar finnst mér það skrýtið þar sem myndin floppaði algerlega á sínum tíma og varla neinn man eftir henni.

Ef fólk man eftir Wizards þá er það yfirleitt vegna þess að hún var hluti af undirbúningi Bakshi fyrir Lord of the Rings.

Myndin verður tekin fyrir í kvikmyndaklúbbnum um leið og hún kemur, líklega í samfloti með annari mynd eftir Ralph Bakshi sem er öllu þekktari, það er Fritz the Cat.

Kvikmyndaklúbburinn hittist annars í kvöld til að horfa á Woody Allen myndir og Gettu Betur, það verður fjör.