112941977473759179

Mér leiðast helgarnar. Vil helst að þær líði hjá sem fljótast.

Það er margt sem þarf að gerast í næstu viku og ómögulegt að samræma það allt. Spurning hvað þarf að sitja á hakanum. Ætli ég neyðist ekki bara til að hætta að sofa. En ég er þreyttur og búinn á því, nenni helst ekki að horfast í augu við verkefnastaflann. En sumt verður ekki flúið að eilífu. Og skilafrestur hefur verið settur.

Einn eitt leiðindavinnublogg

Ég ætla að klára starfsferilsskrána mína í kvöld og senda á tilvonandi vinnustaði á mánudaginn. Ég hef fengið mig fullsaddan á að þjóna kreditkortaþrælum og tímabilafíklum. Það er alveg kominn tími á sumt fólk að upplifa almennilega kreppu, svo ekki sé meira sagt. Það eru líka fleiri ástæður, en ég nenni ekki að diskútera þær neitt nánar hér. Jú, ein í viðbót: Ég vil vinna einhversstaðar þar sem mér finnst ég vera mennskur. Til hvers eru nafnspjöldin, ég gæti alt eins haft raðnúmer!

Það er slæmt til þess að hugsa að fáir vinnustaðir bjóða upp á mannlaust umhverfi, sem er tvímælalaust kostur þegar leita skal vinnu, að minnsta kosti fyrir menn eins og mig sem helst vilja halda fólki og vinnu aðskildu. Ég vinn engan veginn jafnvel þegar ég er hvað ofan í annað truflaður af fólki, jafnvel þegar ég vinn við að vera truflaður hvað ofan í annað af fólki.

Svona getur maður nú röflað undan öllu. Það er víst ekkert annað að hafa fyrir fólk á mínum aldri. Það er ekki gott. Við gætum alt eins kennt krökkum það í skólum að þeir séu einskisnýtir ræflar fyrst við höldum að þeim þjónustustörfum. Eða kennt þeim karate og leyft þeim að verja heiður sinn.