Í Suðursveit

Helginni varði ég á Hala í Suðursveit. Það var ferð sem seint mun líða mér úr minni, enda ekki á hverjum degi sem sveitarómantík sameinast epísku fylleríi. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólki Þórbergsseturs, fyrir að takast alltaf jafnvel upp við að draga fram bláa litinn í augum mér, svo og að sjálfsögðu honum Svavari, fyrir tilþrif sem seint verða toppuð.

Eftir jafn dásamlega helgi er ekki laust við að mann langi helst til að umvefja sig sæng, tylla kettinum ofaná og éta nammi, meðan maður bíður þess að Hollywood uppfylli allar manns lífsins þrár og drauma. Eftir þessa epík liggur lífið niðrávið, það er alveg á hreinu.