Vinsælar kvikmyndir eyðilagðar #2

Citizen Kane – forsendan er ekki til staðar
Síðasta orð Kanes áður en hann deyr í upphafsatriði myndarinnar er Rosebud. Þetta virðist vera á allra vitorði og fyrr en varir er blaðamaður kominn á fullt við að reyna að finna út úr því hvað orðið merki.

Vandamálið
Það var enginn til staðar til að heyra síðustu orð Kanes. Undir lok myndarinnar kemur fram þjónn Kanes, sem aldrei hefur sést áður, og segist hafa heyrt hinstu orð hans. Í upphafsatriðinu sést þó glögglega að enginn er viðstaddur. Hann segist raunar oft hafa heyrt hann tala um Rosebud, en aldrei vitað hvað Kane ætti við. Fyrst allir í myndinni vissu að hinsta orð Kanes hefði verið Rosebud, þá gefur auga leið að þeir áttu að vita að það var þjónninn sem heyrði hann segja það – því hvaðan annarsstaðar ættu þeir að frétta það en frá hans eigin þjónustuliði?

Og jafnvel þótt upplýsingarnar hefðu lekið nafnlaust í pressuna þá dregur það úr mestu tragedíunni í lífi Kanes: að einn áhrifamesti og voldugasti maður heims dó einn og yfirgefinn – sem er margítrekað í myndinni – maður sem peningar og völd spilltu, maður sem æskan var hrifsuð frá, sem aftur er kristallað í uppgötvuninni í lokin að Rosebud var sleðinn sem hann skildi eftir hjá foreldrum sínum þegar bankamaður tók hann í fóstur. Eðli málsins samkvæmt gat því enginn heyrt hinstu orð hans. Rosebud er svo brenndur í óðagoti áður en nokkur kemst að sannleikanum, og þar með er það eina sem hefði getað veitt Kane uppreisn æru horfið úr sögunni.

Orson Welles var eitt sinn spurður út í þessa þversögn. Svar hans, eftir langa þögn, var: Don’t you ever tell anyone of this. Þar með gat saga „bestu myndar allra tíma“ aldrei átt sér stað.