Nýtt haust…

Ég byrjaði í­ skólanum í­ dag, þar með byrjar haustið. Það var skrýtið en samt svolí­tið spennandi bara. Ég fór í­ tvo tí­ma í­ dag, í­ Menningarheimum, þar sem kennslan byrjaði á fullu og við horfðum á undarlega heimildarmynd. í kláminu og ofbeldinu var bara verið að kynna fyrir okkur efnið. Ég mun þá meðal annars skrifa eina ritgerð um ofbeldismynd/teiknimynd og eina um klámmynd. Gaman, gaman. Það kom mér á óvart þegar kennarinn sagði að það væru yfirleitt einhverjar konur sem neituðu að horfa á klámmynd.. Af hverju að taka þetta námskeið ef þú höndlar ekki námsefnið??

Annars er bara allt gott. Ljósanóttin var fí­n. Tók Helgu Jónu Reykjaví­kurdömu með mér í­ Keflaví­kina til að kynnast tjúttinu. Held að henni hafi nú bara litist vel á. Keflaví­k kemur á óvart. Það var samt of mikið af fólki fyrir minn smekk í­ bænum. Heyrði að það hefðu verið á milli 30.000-40.000 manns og það búa um 12.000 í­ Reykjanesbæ (Keflaví­k, Njarðví­k). Mikið, mikið fólk…

Og ég var ekki sátt með að það kostaði inn nánast allsstaðar, maður þurfti að borga 1000 kr. fyrir að vera inn á stöðunum. Puff!!!

Deginum í­ dag eyddi ég í­ rölt á Laugarveginum og Kringlunni. Týpí­skt að þegar ég ákveð að rölta Laugarveginn kemur rigning…

Veit einhver hvort að Lush sé hætt? Þá fyrst fer ég nú að gráta!

Ég keypti mér samt bol

Rassgat í­ bala……