Rassgatarófa….

Ég fór að hitta Terry út af verkefninu mí­nu í­ dag, held að það hafi bara gengið ágætlega, mér fannst ég þó einhvernveginn ekki ná að koma mí­nu nógu skilmerkilega frá mér!! Ég mun örugglega taka viðtal hérna á íslandi fyrir verkefnið, vona að það reddist.

Við í­ stjórninni höfðum fyrsta svona „alvöru“ fundinn í­ gær. Við vorum að sjálfsögðu með fullt af frábærum hugmyndum fyrir hið frábæra félagslí­f í­ vetur. Ég var reyndar mjög svekkt þegar ég komst að því­ að nýnemafundurinn er í­ dag en ekki á morgun eins og ég var búin að ákveða með sjálfri mér. Þar af leiðandi var ég búin að samþykkja aukavakt á flugvellinum í­ dag (þar sem ég er núna) en var ekki búin að ákveða neitt með morgundaginn.

Ég vona bara að kynningin gangi vel þó að mí­nu frábæru persónutöfra vanti 🙂

Svo ætlum við að halda nýnemakvöld í­ næstu viku og plata einhvern saklausan nýnema til að vera með okkur í­ stjórn, svona eins og ég var plötuð í­ fyrra… ég er nú samt bara þakklát fyrir það 🙂

Â í kvöld mun hún Andrea ofurpæja heiðra okkur Hlyn og Patta með nærveru sinni. Að sjálfsögðu munum við dekra við hana af bestu getu þar sem hún er nú orðin skólagella (ekki það að við höfum ekki dekrað við hana fyrir þann tí­ma). Ótrúlegt hvað hún hefur stækkað hratt. Hún stækkar örugglega á þreföldum hraða við annað fólk…..

Nota tækifærið þegar ég enda þetta raus mitt að óska henni Hrafnhildi til hamingju með að vera loksins að fara að opna sýningu.

Ég mun mæta þangað þegar ég er búin að vinna.

bless

kex

(ég veit að þetta rí­mar ekki, mér finnst þetta fyndið!)