Sex (2024) ★★★☆☆👍

Tveir norskir vinnufélagar spjalla saman um kynlíf og drauma og við fylgjumst með því hvernig umræðuefnið hefur áhrif á líf þeirra næstu daga. Þriðja mynd kvöldsins er Sex, fyrsta myndin í þríleiknum Sex-Drømmer-Kjærlighet. Kynhneigð og framhjáhald eru á yfirborðinu meginþema myndarinnar en aðallega er hún þó um vináttu tveggja karlmanna. Að vissu leyti má segja … Halda áfram að lesa: Sex (2024) ★★★☆☆👍

Vingt Dieux (2024)👍👍★★★⯪☆

Átján ára sveitastrákur í austurhluta Frakklands þarf skyndilega að taka á sig meiri ábyrgð og uppgötvar að ostagerð er ákaflega áhugaverð en þó flókin. Fyrsta mynd kvöldsins var Vingt Dieux sem er titluð eitthvað á íslensku, meðal annars í miðasölunni hjá Bíó Paradís en ég finn það ekki á vefnum þeirra. Þar er hún kölluð … Halda áfram að lesa: Vingt Dieux (2024)👍👍★★★⯪☆

Yacht Rock A DOCKumentary (2024) 👍 ★★⯪☆☆

Tónlistarstefnan sem hefur í seinni tíð verið kölluð snekkjurokk krufin. Channel 101 var örsjónvarpsþáttasamkeppni í Los Angeles, stofnuð af Dan Harmon (Community) og Rob Schrab (Scud: The Disposable Assassin) þegar ferill þeirra staðnaði eftir Heat Vision and Jack og Monster House (the house … is … a monster). Fyrir utan Rick & Morty og The … Halda áfram að lesa: Yacht Rock A DOCKumentary (2024) 👍 ★★⯪☆☆

Akira (1988)🫴

Árið er 2019 og tekist hefur að byggja Nýja-Tókýó eftir að sú gamla sprakk árið 1988. Fyrir þrjátíu árum fékk ég Akira lánaða á spólu frá Þórarni frænda og féll ekki fyrir henni. Ég gaf henni annan séns og meginmunurinn er að á bíótjaldi skil ég betur hvað fólk sér við hana. Akira er meira … Halda áfram að lesa: Akira (1988)🫴

Death of a Unicorn (2025)👍👍

Feðgin fara saman í viðskiptaferð að hitta dauðvona auðkýfing en fyrsta fórnarlambið er einhyrningur. Gamanhryllingsmynd. Þegar leikstjórinn Alex Scharfman mætti í hlaðvarpið The Movies That Made Me var augljóst að Josh Olson og Joe Dante voru báðir mjög ánægðir með mynd hans Death of a Unicorn nóteraði ég það hjá mér. Það hefur áður gerst … Halda áfram að lesa: Death of a Unicorn (2025)👍👍

Glass Onion (2022)👍👍

Auðkýfingur býður í morðgátuteiti þar sem gestirnir eiga að leysa hans eigið morð. Er það í alvörunni góð hugmynd? Gæti þetta endað með raunverulegri ráðgátu? Sjálfstætt framhald af hinni mjög svo skemmtilegu morðgátumynd Knives Out. Leikstjóri og handritshöfundur er Rian Johnson sem var hataður af ömurlegustu týpunni af nördum fyrir sína Star Wars mynd þó, … Halda áfram að lesa: Glass Onion (2022)👍👍

Superman (2025)👍👍

Geimvera sem fær krafta sína frá gulu sól jarðarinnar reynir að láta gott af sér leiða. Það er ein ástæða fyrir því að ég fór á Superman við fyrsta tækifæri í bíó, James Gunn. Hann leikstýrði Guardians of the Galaxy myndunum sem mér fannst standa upp úr öllu þessu Marvel Cinematic Universe dóti. Ég hef … Halda áfram að lesa: Superman (2025)👍👍

Elizabeth (1998)👎

Elísabet I verður drottning og þarf að standast allskonar áskoranir, raunverulegar og uppskáldaðar. Þessi mynd fjallar um að kaþólikkar séu vondir og lúmskir. Þeir fremja ótal illvirki vegna illsku sinnar, ólíkt mótmælendunum sem eru góðir gæjar sem neyðast til að gera slæma hluti til að tryggja almannahag. Elizabeth er næstum óbærilega kjánaleg mynd. Það er … Halda áfram að lesa: Elizabeth (1998)👎

Materialists (2025)👍👍

Kona vinnur í háklassastefnumótaþjónustu og virðist vera góð í að kynna fólk en getur hún fundið háklassaást fyrir sjálfa sig? Rómantísk gamanmynd. Þetta er klassískur ástarþríhyrningur (hugtak sem mér finnst hafa verið endalaust notað í lýsingum á kvikmyndum hér áður fyrr). Dakota Johnson (dóttir Melanie Griffith dóttur Tippi Hedren og Don) er föst milli tveggja … Halda áfram að lesa: Materialists (2025)👍👍

Longlegs (2024)🫳

FBI-fulltrúi hefur undarlegt samband við raðmorðingja. Hryllingsmynd. Ég ákvað að reyna aðra mynd frá Oz Perkins, Longlegs. Blehh. Kjánalegheit og fyrirsjáanleiki eyðileggja góðu partana. Aðalhlutverkið leikur Maika Monroe sem ég hef ekki séð í neinu öðru. Nicholas Cage er eftirminnilegastur en þetta er asnalega skrýtinn Cage, ekki skemmtilega skrýtinn. Það vottar kannski fyrir höskuldum hérna … Halda áfram að lesa: Longlegs (2024)🫳

Ylfa

Fyrir 3 vikum ættleiddi ég kött frá Kattholti. Hún heitir Ylfa 5 ára og er fyrrverandi villikisa. Hún hefur verið mjög hrædd og lítil í sér og hefur mest verið I felum undir baðskáp. Svo fór hún að koma fram á nóttinni til að borða og leika sér. Nú er hún að mestu leyti fram …

The Howling (1981)🫴

Fréttakona leitar að raðmorðingja en það kemur í ljós að hann er algjör skepna. Howling er varúlfamynd frá Joe Dante en ég er ekki einu sinni viss hvort ég hafi séð hana áður eða ekki. Umbreyting varúlfsins er flott, eiginlega afrek á síns tíma mælikvarða en hún hægir á myndinni. Söguþráðurinn er ekki slæmur en … Halda áfram að lesa: The Howling (1981)🫴

Goon (2011)👍

Maður nokkur finnur tilgang í lífinu, að lemja fólk á íshokkíísnum. Byggt á sannri sögu. Goon er fín gamanmynd. Ofbeldið og blóðið er á köflum frekar óhóflegt. Seann William Scott er frábær í myndinni sem maður sem lýsir sér sem heimskum. Ætli það sé ekki ágætt fyrir hann að fólk muni eftir honum í þessu … Halda áfram að lesa: Goon (2011)👍

Chasing Chasing Amy (2023)👍👍

Hinsegin leikstjóri gerir heimildarmynd um kvikmyndina Chasing Amy og samband sitt við hana. Ever seen Hearts of Darkness? Way better than Apocalypse Now. – Abed (Documentary Filmmaking Redux) Leikstjóri heimildarmyndarinnar sá Chasing Amy sem unglingur og tengdi mjög við hana. Þetta er því bæði persónuleg saga, saga myndarinnar, þeirra sem gerðu hana og viðbrögð hinsegin … Halda áfram að lesa: Chasing Chasing Amy (2023)👍👍

Chasing Amy (1997)👍

Gagnkynhneigður karlmaður kynnist samkynhneigðri konu og … Höskuldar fylgja. Chasing Amy er þriðja kvikmynd Kevin Smith og margir af fastaleikurum hans koma fram. Ég hef ekki horft á myndina í mörg ár og það verður að segjast að ég tók betur eftir göllum kvikmyndarinnar í þetta skipti. Holden og Banky, leiknir af Ben Affleck og … Halda áfram að lesa: Chasing Amy (1997)👍

Bad Guys (2022)👍

Úlfur, snákur og vinir þeirra hafa verið stimplaðir sem vondir gaurar allt sitt líf, geta þeir breyst og orðið góðir gæjar? Nægilega góðir brandarar bjarga þessari teiknimynd að miklu leyti frá fyrirsjáanlega plottinu. Annars var eitthvað við áferðina á persónunum sem ég var ekki að fíla. Mig skortir orðaforða til að tala um slíkt. Ef … Halda áfram að lesa: Bad Guys (2022)👍

Eileen (2023)🫴

Líf ungrar einmana konu umturnast þegar hún eignast nýja samstarfskonu í unglingafangelsinu þar sem hún vinnur, sálfræðing sem hefur nýjar og ferskar hugmyndir um hvernig hún getur hjálpað skjólstæðingum sínum. Sálfræðileg hrollvekja. Thomasin McKenzie og Anne Hathaway í mynd sem gerist árið 1964 (svipað tímabil og í Last Night In Soho, bara annað land). Ég … Halda áfram að lesa: Eileen (2023)🫴

Psycho (1960)👍👍🖖

Kona er föst í gildru sem hún skapaði sjálf en mögulega verður önnur hættulegri gildra á vegi hennar. Það hljóta að verða einhverjir höskuldar hérna. Varúð ef þið hafið ekki séð. Mögulega er Psycho frægasta mynd Hitchcock en The Birds gæti slegið henni við. Hún er samt ekki endilega talin besta mynd hans. Áhrif hennar … Halda áfram að lesa: Psycho (1960)👍👍🖖

Barbarian (2022)🫴

Kona lendir í veseni með Airbnb. Það er ágætis hugmynd að hryllingsmynd. Georgina Campbell er í aðalhlutverki, ég hef ekki séð hana áður en finnst líklegt að ég muni sjá hana aftur. Kunnuglegu andlitin eru Justin Long og Bill Skarsgård. Það er ýmislegt gott við þessa mynd en síðan er margt klisjukennt. Þegar ég get … Halda áfram að lesa: Barbarian (2022)🫴

The Ice Storm (1997)🫴

Tvær fjölskyldur upplifa mjög dramatískan ísstorm. Myndin er uppfull af leikurum sem mér líkar við. Kevin Kline, Sigourney Weaver, Elijah Wood, Christina Ricci … Samt virkaði myndin ekki á mig. Tobey Maguire var þarna líka en hans hluti myndarinnar virkaði svo ótengdur öllum hinum að það hefði næstum mátt sleppa honum. Þetta virkaði bara svolítið … Halda áfram að lesa: The Ice Storm (1997)🫴

Long Shot (2019)🫴

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna rifjar upp kynni við gamlan nágranna og rómantík tekur völdin. Seth Rogen og Charlize Theron. Bob Odenkirk er líklega fyndnastur. Any Serkis er með undarlega gamalmennaförðun sem lítur út eins og undarleg gamalmennaförðun. Týpísk óskhyggjumynd um stjórnmálamann sem er heiðarlegur og góður. Rómantíkin fyrirsjáanleg. Voðalega tíunda áratugsleg. Full teygð. Fyndin atriði en ekki … Halda áfram að lesa: Long Shot (2019)🫴

Atonement (2007)🫳

Ástir, lygar og afbrot í skugga stéttaskiptingar og fordóma á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar í Englandi. Mynd sem mig grunaði alltaf að yrði erfið þannig að ég lét hana alltaf bíða. Leikararnir eru allir góðir. Langa skotið er ákaflega flott. Framan af greip hún mig. Tímaflakkið var samt að miklu leyti óþarft. Í lokin hrynur … Halda áfram að lesa: Atonement (2007)🫳

GO (1999)👍

Sólarhringur í lífi ungs fólks í L.A. við lok tíunda áratugar tuttugustu aldar (2000 er lokaár áratugarins og aldarinnar því þannig virka tölurnar). Sumir leikara GO voru á toppnum um þetta leyti. Katie Holmes, Breckin Meyer, Taye Digg og Jay Mohr. Jane Krakowski og Timothy Olyphant urðu frægari þegar á leið. Melissa McCarthy er í … Halda áfram að lesa: GO (1999)👍

Elio (2025)👍

Elio er ungur drengur sem þráir að sleppa út í geim eftir að hafa upplifað harmleik á jörðu niðri. Það eru ákveðnar vonir byggðar við Pixar myndir og þetta er ekki ein af þeim bestu. Markmiðið er að hafa tilfinningaríka sögu en í staðinn fáum við eiginlega bara væmni. Það sem er gott við myndina … Halda áfram að lesa: Elio (2025)👍

Lady Bird (2017)👍👍

2002 eyðir stúlka síðasta ári skólaskyldunnar í að rífast við mömmu sína, eltast við stráka og dreyma um að sleppa frá Sacramento. Hún giftist ekki verðandi forseta Bandaríkjanna. Það var misskilningur af minni hálfu og varð til þess að ég frestaði alltaf að kíkja á myndina. Greta Gerwig er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Hún leikstýrði … Halda áfram að lesa: Lady Bird (2017)👍👍

Kick-Ass 2 (2013)🫴

Blautbúningshetjan okkar eignast nýja búningaklædda vini. Það er erfitt að afbyggja ofurhetjur í framhaldsmynd. Og það tekst ekki hér. Meira af því sama. Meira af harmleikjum. Fleiri hetjur. Fleiri óvini. Við fáum Jim Carrey en ekki í skemmtilega gírnum. Við fáum Donald Faison (Clueless, Scrubs) en hann fær ekki mikið að gera. John Leguizamo nær … Halda áfram að lesa: Kick-Ass 2 (2013)🫴

High-Rise (2015)🫳

Allt fer úr böndunum í nýreistu háhýsi. Byggt á samnefndri bók J. G. Ballard. Free-Fire var nægilega áhugaverð til þess að ég ákvað að skoða aðra mynd frá hjónunum Ben Wheatley og Amy Jump. Þessi mynd er einmitt líka áhugaverð en ekki sérstaklega góð, eiginlega verri en Free-Fire. Það besta sem ég get sagt um … Halda áfram að lesa: High-Rise (2015)🫳

Saint Maud (2019)👍👍

Hjúkrunarfræðingur nær persónulegu sambandi við guð en það hjálpar henni ekki að komast yfir eigin áföll eða tengjast öðru fólki. Sálfræðileg hryllingsmynd um einmannaleika. Þar sem ég var ákaflega hrifinn af Love Lies Bleeding setti ég Saint Maud, fyrri mynd Rose Glass, á stóra listann minn. Þær eru ákaflega ólíkar nema að því leyti að … Halda áfram að lesa: Saint Maud (2019)👍👍

Subway (1985)🫴

Glæpamaðurinn Christopher Lambert reynir að heilla fegurðardísina Isabelle Adjani milli þess sem hann lendir í ævintýrum í neðanjarðarlestarkerfi Parísar. Luc Besson gerði eina af mínum uppáhaldsmyndum en ég er ekki sérstaklega hrifinn af öðrum myndum hans. Þær eru ekki slæmar þannig séð, bara ekki sérstaklega góðar. Það sama gildir um Subway. Söguþráðurinn er þvæla. Hún … Halda áfram að lesa: Subway (1985)🫴

Kick-Ass (2010)👍👍

Ungur maður ákveður að kaupa sér blautbúning og berjast við glæpamenn. Það er ekki frumlegt að afbyggja teiknimyndasöguhetjur. Það að gera það svona vel er afrek. Kick-Ass er vissulega ofbeldisfull en ég verð að segja að mér þykir það heiðarlegra en það sem við sjáum almennt í ofurhetjukvikmyndum. Það er ekki verið að fegra morðin … Halda áfram að lesa: Kick-Ass (2010)👍👍

Såsom i en spegel (1961)👍👍

Sænsk fjölskylda nýtur lífsins á einangraðri eyju. Mögulega er eitthvað ósatt þarna. Vísbendingin að þetta er Ingmar Bergman. Í fyrra fór ég í gegnum nokkrar Bergman myndir. Tvær þeirra voru stórkostlegar, Persona og Smultronstället (staðurinn þar sem villtu jarðarberin vaxa). Såsom i en spegel er góð en ekki ein af þeim bestu. Harriet Andersson leikur … Halda áfram að lesa: Såsom i en spegel (1961)👍👍

Dick Tracy (1990)👍

Dick Tracy er teiknimyndasögulögga sem berst við undarlega glæpamenn með talstöð í úrinu sínu. Þegar á leið myndina sannfærðist ég um að þrátt fyrir að ég hafi ekki munað það fyrirfram þá hefði í raun séð þessa mynd áður. Hún var bara ekki áhugaverð á litlum sjónvarpsskjá. Útlitið, stæling á myndasögustílnum, er það áhugaverðasta við … Halda áfram að lesa: Dick Tracy (1990)👍

The Ladykillers (1955)🫳

Eldri kona í London leigir út herbergi til skálks sem reynir að gera heimili hennar að skjóli fyrir glæpamenn. Ealing Studios var frægt fyrir gamanmyndir og þessi er ein sú þekktasta af þeim. Fyrir tuttugu árum endurgerðu Coen-bræður The Ladykillers og það er, að mínu hógværa mati (IMHO), lélegasta mynd þeirra. Fæstir voru hrifnir og … Halda áfram að lesa: The Ladykillers (1955)🫳

In Bruges (2008)👍👍

Tveir glæpamenn eru sendir til Belgíu að bíða frekari fyrirmæla. Þeir eru mishrifnir af Bruges og lenda í allskonar vandræðum. Líklega hef ég ekki séð In Bruges síðan ég fór á hana í bíó. Mér þótti hún góð þá og ég er ennþá hrifinn. Þetta er svört gamanmynd/harmleikur sem dansar á línunni að vera óhóflega … Halda áfram að lesa: In Bruges (2008)👍👍

Prague

Í maí fórum ég og Þórný vinkona mín til Prag. Við eyddum 4 dögum í safnaráp, labb og skoðuðum marga fræga staði. Á meðal þeirra var Mucha safnið, Þjóðminjasafnið, gullgerðarsafnið, Franz Kafka styttuna, stjarnfræðiklukkan og Karlsbrúin. Við borðuðum mikið af góðum mat og kíktum aðeins í búðir. Ég keypti að mestu leyti bækur o bakpokinn …

Free Fire (2016)🫴

Árið er 1978 og írskur maður er að kaupa vopn í Boston. Svo kemur babb í bátinn (skothríð sbr. titilinn). Ég hef það á tilfinningunni að undir réttum kringumstæðum hefði mér þótt Free Fire betri. Góðir leikarar eins og Cillian Murphy (sem stundaði nám við  University College Cork hérumbil jafn lengi og ég) og Brie … Halda áfram að lesa: Free Fire (2016)🫴

Let Me In (2010)👍

Owen er mobbaður strákur í Los Alamos í Nýju Mexíkó í marsmánuði árið 1983. Endurgerð á Låt Den Rätte Komma In. Eftir að hafa horft á upprunalegu sænsku útgáfuna ákvað ég að lesa bókina (á sænsku) og kláraði hana í gærkvöldi. Þannig að ég gat dæmt um fullyrðingar um að bandaríska útgáfan væri 1) betri … Halda áfram að lesa: Let Me In (2010)👍

Hidalgo (2004)🫳

Bandarískur kúreki ferðast yfir hnöttinn tekur þátt í reiðkeppni til að sýna að hans blandaði sléttuhestur (mustang) sé jafn öflugur og þeir arabísku. Myndin er byggð á sannri sögu sem er ekki sönn. „Kúrekinn“ var til og skáldaði ævintýri, eins og margir aðrir. Það ergir mig í sjálfu sér ekki en mér finnst tónninn ekki … Halda áfram að lesa: Hidalgo (2004)🫳

Atomic Blonde (2017)🫴

Njósnarar bítast á í Berlín rétt fyrir fall Múrsins. Heimskuleg en skemmtileg hasarmynd sem hættir að vera skemmtileg þegar á líður þannig að vandræðalegur söguþráður fær að vera í forgrunni. Endirinn er kjánalegur. Sjarmi Charlize Theron, James McAvoy, John Goodman og Sofia Boutella nær ekki að bjarga myndinni. Skemmtileg tónlist samt og gaman að Berlín … Halda áfram að lesa: Atomic Blonde (2017)🫴

Singles (1992)🫴

Ungt fólk í Seattle leitar ástarinnar. Ég hélt ég hefði séð þessa mynd en áttaði mig svo á því að ég er með undarlega meinloku þar sem ég rugla henni alltaf saman við Swingers. Þannig að ég ákvað að komast til botns í málinu. Eftir að hafa horft á myndina í þrjátíu mínútur fannst mér … Halda áfram að lesa: Singles (1992)🫴

Song of the Sea (2014)👍

Harmleikur skekur fjölskyldu og án uppgjörs mun enginn finna frið. Írsk teiknimynd aðallega ætluð börnum. Sögusviðið virðist¹ vera Donegal sem er lengst í norðvestri en þó hluti af lýðveldinu en ekki Norður-Írlandi (vegna þess að þarna eru kaþólikkar í meirihluta). Ætli titillinn sé ekki örugglega viljandi tvöfaldur. Þetta er vissulega söngur hafsins en það þarf … Halda áfram að lesa: Song of the Sea (2014)👍

Le Trou (1960)👍👍🖖

Fimm fangar brjóta sér leið úr frönsku fangelsi. Þetta er ekki höskuldur þar sem þetta er sagt á fyrstu mínútunni. Byggt á sannri sögu Sumar myndir sýna okkur fangelsisflótta án samhengi. Í Le Trou fáum við að sjá vinnuna og skipulagið. Svita og áhættu. Tortryggni og traust. Ég fann í fljótu bragði engar upplýsingar um … Halda áfram að lesa: Le Trou (1960)👍👍🖖

Låt den rätte komma in (2008)👍👍

Tólf ára mobbaður sænskur strákur kynnist nýjum og óvenjulegum nágranna snemma á níunda áratugnum í úthverfi Stokkhólms. Hryllingsmynd augljóslega. Þetta er snúningur á ákveðinni tegund af skrýmslamynd (sjá efnisorð ef þið viljið vita nánar) og bara vel heppnuð. Sænska sögusviðið er auðvitað skemmtilegt fyrir mig þar sem ég kannast við álíka hverfi þar í landi. … Halda áfram að lesa: Låt den rätte komma in (2008)👍👍

All Quiet on the Western Front (1930)👍👍🖖

Ungir Þjóðverjar sjá fyrir sér skjótfengna dýrð með því að berjast fyrir föðurlandið í þessa örfáu mánuði sem mun taka að sigra fyrri heimsstyrjöldina (þeir vissu ekki að við myndum kalla stríðið þessu nafni). Byggt á þýsku sjálfsævisögulegu skáldsögunni Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Eina stóra spurning kvikmyndasögunnar er hvort er hægt að gera mynd um stríð … Halda áfram að lesa: All Quiet on the Western Front (1930)👍👍🖖

Moon (2009)👍👍

Maður (Sam Rockwell) sinnir einn síns liðs viðhaldsvinnu á bækistöð á tunglinu. Hann er þjónustaður af gervigreindarvélmenni sem minnir töluvert á frægustu gervigreind kvikmyndasögunnar sem verður jafnvel skuggalegri en til var ætlast vegna þess hver er röddin hennar (Kevin Spacey). Leikstýrt af Duncan Jones, syni David Bowie. Það er ekki alveg allt sem sýnist og … Halda áfram að lesa: Moon (2009)👍👍

The Thing (1982)👍👍🖖

Brjálaðir Norðmenn valda óvæntum usla í kringum bandaríska rannsóknarstöð á Suðurskautslandinu og íbúar hennar þurfa að takast á við óvæntar afleiðingar. The Thing var í bíó og við feðgar skelltum okkur tveir. Venjulega eru áhorfendur á þessum eldri myndum á mínum aldri og uppúr en sonurinn oft sá yngsti. Í þetta skipti var mikið af … Halda áfram að lesa: The Thing (1982)👍👍🖖

Near Dark (1987)🫳

Ungur maður kynnist unglegri konu en þið getið aldrei giskað hvað gerist næst. Reyndar er einfalt að giska, þetta er vampírumynd. Þessi mynd er í miklum metum hjá mörgum. Ég hins vegar og horfði og spurði sjálfan mig: Hvernig gætu svona vitlausar vampírur lifað í áratug eða meira en öld? Þær hefðu drepist innan mánaðar … Halda áfram að lesa: Near Dark (1987)🫳

The Kid (1921)👍👍🖖

Flækingur finnur barn og tekur það að sér. Nokkrum árum seinna fara yfirvöld að skipta sér að. Einfaldur söguþráður á mörkum þess að vera væminn en er of fyndin til þess að það pirri. Jackie Coogan hlýtur að teljast einn besti barnaleikari allra tíma. Það er frægt hvernig móðir hans og stjúpfaðir sólunduðu launum hans … Halda áfram að lesa: The Kid (1921)👍👍🖖

Paper Moon (1973)👍👍🖖

Ung stúlka á kreppuárunum missir móður sína en þekkir ekki pabba sinn. Mögulega er það biblíusölumaðurinn. Paper Moon hefur verið lengi á listanum en ég frestaði henni kannski af því ég var hræddur um að hún yrði óhóflega væmin. Hún er það ekki. Bara mjög hóflega. Auðvitað er Tatum O’Neal stjarna myndarinnar og eiginlega skrýtið … Halda áfram að lesa: Paper Moon (1973)👍👍🖖

Il Gattopardo / Hlébarðinn / The Leopard (1963)🫴

Sikileyskur prins (hlébarðinn) reynir að tryggja stöðu sína og fjölskyldunnar í kjölfar sameiningar Ítalíu. Þetta er búningadrama sem er tegund af mynd sem ég er oft hrifinn af. Fín tveggja tíma mynd er því miður þrír klukkutímar. Burt Lancaster er fimmtugur prins sem er persóna sköpuð af hertoga nokkrum sem var bitur við lýðveldið, konungsdæmið, … Halda áfram að lesa: Il Gattopardo / Hlébarðinn / The Leopard (1963)🫴

Piranha (1978)👍👍

Það er eitthvað gruggugt við þessa píranafiska. Kannski ætla þeir að éta stærri bráð. Fyrsta myndin sem Joe Dante leikstýrði einn. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mynd sem ég fíla þannig að ég horfði ekki á hana. Fyrren núna. Piranha er framleidd af New World fyrirtæki Roger Corman. Dante var greinilega búinn að … Halda áfram að lesa: Piranha (1978)👍👍

Rock ’n’ Roll High School (1979)👍👍

Skólastjóri er hræddur um að rokk og ról tónlist sé að grafa undan valdi hennar og sker upp herör gegn tónlist og uppreisnargjörnum nemendum. Þetta er mynd sem ætti að vera klisja en gerir ástúðlegt grín að klisjum. Það að velja Ramones sem hljómsveitina sem uppreisnargjörnu unglingarnir elska er auðvitað sérstaklega gott val af því … Halda áfram að lesa: Rock ’n’ Roll High School (1979)👍👍

The Hole (2012)👍👍

Móðir, sonur og hinn sonurinn flytja í smábæ. Þau kynnast sætri nágrannastelpu sem á sundlaug. Hvað gæti skyggt á líf þeirra? Hvað er óttast? Kannski dularfulla holan í kjallaranum. The Hole er mynd með óljóst ártal. Hún fór á kvikmyndahátíðir 2009 en fór ekki í bíó fyrren árið 2012 og þá mjög takmarkaða dreifingu. Hún … Halda áfram að lesa: The Hole (2012)👍👍

Crossing Delancey (1988)👍

Kona kynnist karli og síðan öðrum karli og amma hennar er mjög innvínkluð í þetta allt saman.
Kannski gefur Criterion-lógó óhóflegar vonir, þó ég viti að það hafi líka komið algert drasl þaðan. Þetta er samt fín mynd og oft fyndin en ekki mikið meira e…

Valley Girl (1982)👎

Stelpa úr San Fernando dalnum hittir nýrómantískan pönkari frá Hollywood sem passar ekki í vinahópinn hennar. Mun ástin sigra? Hverjum er ekki sama? Það að Frank Zappa tekið upp lag sem hæddist að talsmáta dóttur sinnar Moon og vina hennar þykir mér frekar aumt. Þessi mynd er síðan afsprengi lagsins Valley Girl. Stelpurnar hérna nota … Halda áfram að lesa: Valley Girl (1982)👎

Runaway Daughters (1994)👍

Spútnik svífur í kringum Jörðina og þrjár unglingsstúlkur neyðast til að strjúka að heiman og lenda í ævintýrum. Sjónvarpsmyndarendurgerð samnefndrar B-myndar um táninga á villigötum frá árinu 1956. Leikstýrt af Joe Dante. Það sem er áhugaverðast við Runaway Daughters er tengingin við kvikmyndina Matinee (1994). Báðar gerast í kringum stórviðburði í Kalda stríðinu og eru … Halda áfram að lesa: Runaway Daughters (1994)👍

Paisà (1946)👍

Sex ótengdar sögur sem gerast þegar Bandamenn eru að berjast um að ná Ítalíu úr höndum Þjóðverja. Samskipti Bandaríkjamanna við innfædda, bæði þeirra sem tilheyra andspyrnuhreyfingunni og venjulegs fólks, er í forgrunni í öllum sögunum. Ég held að Sveitungi sé kannski besta þýðinginn á titlinum. Þematískt framhald Roberto Rossellini af Róm, opin borg (Fellini aftur … Halda áfram að lesa: Paisà (1946)👍

Sleeping Beauty (1959)🫳{131-99-ø-ø}

Þyrnirós. Þið vitið.
Satt best að segja hélt ég að ég væri löngu búinn að sjá þessa mynd en svo var ekki. Malicifent er eina áhugaverða persónan í myndinni og það gæti bara verið í samhengi við allar hinar.
Myndin er bólstruð. Hún er stutt en þó of lön…

The Rock (1996)👍{130-ø-ø-35}

Hersforingi hertekur Alcatraz og gerir frekar sanngjarnar kröfur ella muni hann tortíma San Francisco. Efnavopnasérfræðingurinn Nick Cage og gamall fangi af Grjótinu taka þátt í einhvers konar björgunarleiðrangri. Þolanlega heimskuleg. Sko, strax í upphafi The Rock sjáum við Cage ógeðslega töff reyna að aftengja efnavopn sem var af einhverri óskiljanlegri ástæðu flutt yfir hálfan heiminn, … Halda áfram að lesa: The Rock (1996)👍
{130-ø-ø-35}

The Lodger: A Story of the London Fog (1927)👍👍🖖{129-98-ø-ø}

Raðmorðingi ungra ljóshærðra kvenna leikur lausum hala í Lundúnum og eldri hjón taka inn sérvitran leigjanda. Er ljóshærða dóttir þeirra örugg? Fyrsta spennumynd Hitchcock (heimild: Maltin). Það er heillandi að sjá að hann var strax farinn að vinna með formið. Svo fannst mér stundum einsog hann væri að vísa í Nosferatu með því hvernig skuggar … Halda áfram að lesa: The Lodger: A Story of the London Fog (1927)👍👍🖖
{129-98-ø-ø}

Last Night in Soho (2021)👍👍{128-97-ø-ø}

Stúlka sem er hugfanginn af Lundúnum sjöunda áratugarins, Karnabæ og slíku, flytur til Lundúna samtímans til að þess að læra tískuhönnun en raunverulega lexían er sú að nostalgían er betri en raunveruleikinn. Mér finnst betra að vita sem minnst um myndir fyrirfram. Ég vissi bara að þetta væri mynd eftir Edgar Wright sem hefði hlotið … Halda áfram að lesa: Last Night in Soho (2021)👍👍
{128-97-ø-ø}

Giù la testa / Hnefafylli af dínamíti (1971)👍{126-96-ø-ø}

Sprengjuóður Íri og bandíti verða ólíklegir félagar í mexíkönsku byltingunni. Leikstýrt af Sergio Leone og er annað hvort spagettívestri eða á mörkunum að vera það. Hvað á að kalla myndina? Giù la testa? Duck, You Sucker? A Fistful of Dynamite? Upprunalega planið var víst Once Upon a Time During the Revolution sem tengir hana bæði … Halda áfram að lesa: Giù la testa / Hnefafylli af dínamíti (1971)👍
{126-96-ø-ø}

Under the Silver Lake (2018)👍{125-95-ø-ø}

Auðnuleysingi í hipsterahverfinu Silver Lake í Los Angeles flækir sig í dularfull mál, morð og samsæri. Framan af var ég ákaflega ánægður með Under the Silver Lake. Hún er, svipað og Brick, uppfull af beinum og óbeinum vísunum í Noir myndir en líka Hitchcock og Lynch. Samband aðalpersónunnar við nágranna sína er sérstaklega skemmtilegt sem … Halda áfram að lesa: Under the Silver Lake (2018)👍
{125-95-ø-ø}

Roma, città aperta / Róm, opin borg (1945)👍👍🖖{124-94-ø-ø}

Við fylgjumst með venjulegu fólki og meðlimum andspyrnunnar í Róm undir lok þess tíma sem borgin var undir stjórn Þjóðverja. Leikstýrt af Roberto Rossellini sem skrifaði handritið ásamt, meðal annars, Federico Fellini. Framleiðsla Roma, città aperta hófst nærri því um leið og Bandaríkjamenn frelsuðu Róm. Myndin er tekin upp á götum þar sem nasistar höfðu … Halda áfram að lesa: Roma, città aperta / Róm, opin borg (1945)👍👍🖖
{124-94-ø-ø}

Juliet, Naked (2018)👍👍{122-92-ø-ø}

Kona (Rose Byrne) erkiaðdáanda (Chris O’Dowd) rokkstjörnu tíunda áratugarins hættir með honum og kynnist rokkstjörnunni (Ethan Hawke). Ekki vera svekkt þó það sé engin nekt. Ég hef lengi verið óljóst meðvitaður um Juliet, Naked og verið með jafn óljóst markmið um að horfa á hana. Þannig að ég skellti henni í tækið (ýtti á play) … Halda áfram að lesa: Juliet, Naked (2018)👍👍
{122-92-ø-ø}

Il mio nome è Nessuno / My Name is Nobody (1973)👍👍{119-ø-ø-ø}

Besta skyttan í Vestrinu ætlar að setjast í helgan stein, sem er voðalegt orðatiltæki, en yngri maður reynir að sannfæra hann um að hætta með hvelli. Á fyrstu árunum eftir að það kom myndbandstæki á heimilið voru myndir Bud Spencer (Carlo Pedersoli) og Terence Hill (Mario Girotti) ákaflega vinsælar. Ég held ég hafi séð flestar … Halda áfram að lesa: Il mio nome è Nessuno / My Name is Nobody (1973)👍👍
{119-ø-ø-ø}

Josie and the Pussycats (2001)👍👍{118-90-ø-ø}

Illur útgáfurisi þarf að finna nýja vinsæla hljómsveit til að markaðsetja til krakka og finna Josie and the Pussycats. Josie and the Pussycats koma upphaflega úr Archie teiknimyndablöðunum en mig grunar að fleiri hérlendis viti það nú en þá út af Riverdale. Mín helst tenging við Josie and the Pussycats er að kunna utanað ljóðið … Halda áfram að lesa: Josie and the Pussycats (2001)👍👍
{118-90-ø-ø}

Safe Men (1998)🫴{116-88-ø-ø}

Vegna misskilnings eru tveir vonlausir söngvarar taldir vera frábærir þjófar. Þeir eru neyddir til þess að ræna fyrir mafíósa.
Þessi mynd hefði getað verið algjörlega vonlaus. En leikararnir hífa hana upp. Það eru, meðal annars, Sam Rockwell, Steve Zah…

The ‘Burbs (1989)👍👍{115-ø-ø-ø}

Úthverfafólk verður tortryggið í garð nýrra nágranna vegna undarlegrar hegðunar. Mynd frá leikstjóranum Joe Dante með Tom Hanks í aðalhlutverki. Þó The ‘Burbs sé ekki í jafn miklu uppáhaldi hjá mér og Gremlins myndirnar eða Matinee (eða jafnvel Small Soldiers?) hef ég séð hana ótal sinnum. Hún er fyndin en er líka ádeila á sataníska … Halda áfram að lesa: The ‘Burbs (1989)👍👍
{115-ø-ø-ø}

The World’s End (2013)👍{114-ø-ø-ø}

Maður sem hefur ekki náð að blómstra eftir að skóla lauk ákveður að endurlifa besta kvöld lífs síns með (þáverandi) bestu vinum sínum. Það fer ýmislegt á annan veg en hann bjóst við. Einhvern tímann mun mér takast að fullkomna hallærislegu ágripin af söguþræði kvikmynda. The World’s End (2013) er þriðja kornettómynd. Mér þótti hún … Halda áfram að lesa: The World’s End (2013)👍
{114-ø-ø-ø}

Con Air (1997)👍👍{113-ø-ø-34}

Faðir reynir að komast heim til konu og barns en lendir í ótrúlegustu ævintýrum með ýmsum skrautlegum karakterum sem eiga sér margvísleg og ansi óvenjuleg áhugamál. Söguþráðurinn er fáránlegur og persónurnar eru hálfgerðar teiknimyndafígurur. Myndin er á köflum hálfpólitísk en rokkar á milli og er því hvorki né. Af hverju líkar mér við þessu stórheimskulegu … Halda áfram að lesa: Con Air (1997)👍👍
{113-ø-ø-34}

Sinners 2025👍👍{112-87-54-33}

Tvíburarar snúa aftur í heimahaga til þess að stofna skemmtistað en fljótlega gerast dularfullir atburðir. Ég ætla sumsé ekki að segja nákvæmlega. Satt best að segja er það tónlistin sem lyftir kvikmyndinni upp. Aðallega blús en ekki eingöngu. Skondið að sjá nafn Ludwig Göransson þarna. Hann hafði ekki búið lengi í Bandaríkjunum þegar hann byrjaði … Halda áfram að lesa: Sinners 2025👍👍
{112-87-54-33}