Le mépris (1963) ★★★⯪☆👍

Álag á hjónaband rithöfundar eykst þegar hann byrjar að endurskrifa handrit fyrir Hollywood-framleiðanda. Le mépris er oft hátt á listum yfir bestu myndir allra tíma. Hún er líka kvikmynd um að búa til kvikmyndir. Jean-Luc Godard hæðist að framleiðanda myndarinnar með froðukenndri persónu Jack Palance. Sá neyddi líka Godard til þess að setja inn nektaratriði … Halda áfram að lesa: Le mépris (1963) ★★★⯪☆👍

Wicked – For Good (2025)★★★☆☆🫴

Ástarfimmhyrningur norna skapar allskonar leiðindi. Wicked er frábær söngleikur (sem ég hef séð þrisvar) sem hefur þann galla að vera fulllangur. Þannig að mér þótti kúnstugt að skipta verkinu í tvennt þar sem partarnir eru hvor um sig nærri jafn langir sviðsútgáfunni. Fyrri hlutinn af Wicked gekk betur upp vegna þess að hann er fyndnari … Halda áfram að lesa: Wicked – For Good (2025)★★★☆☆🫴

Picnic at Hanging Rock (1975) ★★★☆☆👍

Valentínusardaginn árið 1900 fara ástralaskar skólastúlkur í lautartúr að jarðfræðiundrinu Ngannelong. Þú getur aldrei giskað hvað gerðist næst. Margrómuð kvikmynd frá ástralska leikstjóranum Peter Weir (sem ég mun ætíð tengja við Vitnið). Ég er ekki alveg hluti af margróma kórnum því mér þótti Picnic at Hanging Rock fín en ekki frábær. Það eru hlutar af … Halda áfram að lesa: Picnic at Hanging Rock (1975) ★★★☆☆👍

Goodbye, Dragon Inn (2003) ★★★★★👍👍

Við flækjumst um niðurnítt kvikmyndahús í Taípei og fylgjumst með starfsfólki og gestum í hversdagslegum athöfnum þeirra á meðan kvikmyndin Dragon Inn er sýnd í síðasta sinn. Þegar fyrstu orðin voru mælt af leikurum Goodbye, Dragon Inn athugaði ég og sá að það voru liðnar næstum 45 mínútur af kvikmyndinni. Hún var rúmlega hálfnuð. Það … Halda áfram að lesa: Goodbye, Dragon Inn (2003) ★★★★★👍👍

Dragon Inn (1967) ★★★★☆👍

Ólíklegur hópur af bardagafólki kemur saman til að verja börn látins kínversks herforingja um miðja fimmtándu öld. Nú skortir mig þekkingu á kínverskum¹ bardagamyndum (í þessu tilfelli er undirflokkurinn wuxia) til að setja Dragon Inn í kvikmyndasögulegt samhengi. Þó get ég vel séð að hérna er verið að vinna með hugmyndir sem urðu mikilvægar í … Halda áfram að lesa: Dragon Inn (1967) ★★★★☆👍

Un simple accident (2025) ★★★★★👍👍

Fyrrverandi andófsmaður telur sig hafa fundið manninn pyntaði hann meðan hann var í haldi íranskra stjórnvalda … en hann er ekki alveg viss. Í sýnishorninu var Un simple accident létt farsakennd¹ gamanmynd um erfitt málefni. Hún er vissulega fyndin á köflum en hún er líka þung og spyr spurninga um siðferðisleg álitamál. Meðan ég horfði … Halda áfram að lesa: Un simple accident (2025) ★★★★★👍👍

Den Sidste Viking (2025)★★★★☆👍

Glæpamaður sleppur úr fangelsi og þarf strax að takast á við erfiðar fjölskylduaðstæður og afleiðingar glæpaverka sinna. Af sýnishorninu að dæma átti Den Sidste Viking að vera létt og skemmtileg gamanmynd. Hún er í raun blóðug dökk gamanmynd og virkar ákaflega vel sem slík. Það sem mér þótti erfiðast var að geðsjúkdómurinn sem er í … Halda áfram að lesa: Den Sidste Viking (2025)★★★★☆👍

Black Christmas (1974) ★★★★⯪ 👍👍

Óhugnanlegur símadóni herjar á háskólastúdínur¹ sem búa saman í drungalegu húsi. Black Christmas lítur út eins og hún tilheyri bylgju kvikmynda sem komu í kjölfar Halloween. Í raun er hún nokkrum árum eldri. Mig grunar að ímynd mín af henni sé tengd því hvernig hún var markaðsett fyrir myndbandamarkaðinn. Black Christmas er ekki ódýr blóðug … Halda áfram að lesa: Black Christmas (1974) ★★★★⯪ 👍👍

The Running Man (2025) ★⯪☆☆☆👎

Fátækur en ofursvalur gaur mætir í banvænan raunveruleikasjónvarpsþátt og sýnir hve harður hann er. Flóttamaðurinn var ein af fyrstu bókum Stephen King sem ég las. Líklega sá ég myndina með Arnold Schwarzenegger fyrst. Hún var mjög góð lexía í því hvernig bækur breytast í Hollywood. Er sanngjarnt að meta kvikmynd út frá bókinni? Hiklaust. Það … Halda áfram að lesa: The Running Man (2025) ★⯪☆☆☆👎

Batman Begins (2005)★★★☆☆👍

Ríkur gaur reynir að komast yfir ótta sinn við fleyg spendýr. Fyrsta myndin í Dark Knight-þrennu Christopher Nolan var mótefni gegn myrkraverkum Joel Schumacher. Hún er mikið dekkri og alvarlegri sem kemur stundum í bakið á henni. Fyrsti hluti Batman Begins (byrjunin) fjallar um ferðalag sem Bruce Wayne tekur að hætti Sullivans í mynd Preston … Halda áfram að lesa: Batman Begins (2005)★★★☆☆👍

Millennium Actress (2001) ★★★★⯪👍👍

Heimildargerðarmaður tekur viðtal við goðsagnakennda leikkonu sem hefur lifað einangruðu lífi frá því hún yfirgaf sviðsljósið. Millennium Actress er japönskt teiknimynd eftir Satoshi Kon. Nú skortir mig allt samhengi því ég hef ekki séð neina af mörgum marglofuðum kvikmyndum hans fyrren nú. Líklega eru jólin rétti tíminn fyrir Tókýóíska guðfeður en mig langar líka að … Halda áfram að lesa: Millennium Actress (2001) ★★★★⯪👍👍

Le Bonheur (1964) ★★★★★👍👍🖖

Hamingjusamur fjölskyldufaðir reynir að finna sér enn meiri hamingju. Le Bonheur er ekki það sem hún virðist vera. Hún er eitthvað meira. Þetta er dökk mynd. Eiginlega með þeim dekkstu. Hún er miskunnarlaus fordæming á karlrembu fransks samfélags. Það eru líka fleiri en ég sem hafa tekið eftir á að hún sé eiginlega rangt flokkuð … Halda áfram að lesa: Le Bonheur (1964) ★★★★★👍👍🖖

Cecil B. Demented (2000) ★★★☆☆👍

Frægri leikkonu er rænt og hún neydd til að koma fram í kvikmynd sem gagnrýnir Hollywood. Cecil B. Demented skartar Melanie Griffith í aðalhlutverki en þarna er líka fjöldinn allur af leikurum undir þrítugu sem voru ekki sérstaklega frægar á þeim tíma en hafa afrekað margt á síðasta aldarfjórðungi, s.s. Stephen Dorff, Maggie Gyllenhaal, Alicia … Halda áfram að lesa: Cecil B. Demented (2000) ★★★☆☆👍

Sans toit ni loi (1985) ★★★★⯪👍👍

Ung kona finnst látin í skurði og við heyrum frá fólki sem kynntist henni, til lengri og skemmri tíma, í aðdraganda andláts hennar. Sandrine Bonnaire leikur aðalhlutverkið í mynd Agnès Varda Sans toit ni loi. Á ensku er myndin kölluð Vagabond en íslenski titillinn Ekkert þak, engin lög er nær bókstaflegu merkingu frönskunnar. Mona er … Halda áfram að lesa: Sans toit ni loi (1985) ★★★★⯪👍👍

The First Wives Club (1996) ★★★⯪☆👍

Þrjár gamlar vinkonur ákveða að ná fram réttlæti gagnvart mönnunum sem hafa komið illa fram við þær. Á sínum tíma var The First Wives Club frekar byltingarkennd því þetta var mynd með eldri leikkonum (rétt rúmlega fimmtugum sumsé) í aðalhlutverkum. Hvers vegna myndi nokkur vilja horfa á þær? Auðvitað voru Diane Keaton¹, Goldie Hawn² og … Halda áfram að lesa: The First Wives Club (1996) ★★★⯪☆👍

Bugonia (2025) ★★★★★👍👍

Tveir frændur hafa komist að þeirri niðurstöðu að forstjóri stórfyrirtækis eigi sök á því hve hræðilegt líf þeirra er og reyna að leysa vandamálið með ófyrirséðum afleiðingum. Þar sem ég var ákaflega hrifinn af Poor Things hafði ég töluverðar en kvíðablandnar væntingar til Bugonia sem er gerð af sama leikstjóra, Yorgos Lanthimos. Þetta var ekki … Halda áfram að lesa: Bugonia (2025) ★★★★★👍👍

Night of the Creeps (1986) ★★★⯪☆👍👍

Það eru krípí kríp að hrella háskólastúdenta um miðjan níunda áratuginn. Night of the Creeps er ein af þeim hryllingsmyndum frá þessu tímabili sem ég lét alveg fara framhjá mér. Þær höfðu flestar yfirbragð lélegra mynd. Það var mælt með myndinni í Critically Acclaimed, ekki sem stórkostlegri mynd heldur gott dæmi sinnar gerðar. Leikstjóri Night … Halda áfram að lesa: Night of the Creeps (1986) ★★★⯪☆👍👍

The Wolf of Wall Street (2013) ★★★⯪☆👍

Ris og fall og endurkoma svikahrapps. The Wolf of Wall Street ætti að vera augljós viðvörun til fólks að treysta ekki svikahröppum á borð við þann sem Leonardo DiCaprio leikur. Um leið ættu áhorfendur að sjá að fjármálakerfið er spillt og þjónar aldrei hagsmunum almennings. Það er það sem ég held að Martin Scorsese vilji … Halda áfram að lesa: The Wolf of Wall Street (2013) ★★★⯪☆👍

The Nightmare Before Christmas (1993) ★★★★★👍👍🖖

Graskerskóngurinn er útbrunninn og heldur að jólin muni færa honum hamingju. The Nightmare Before Christmas kom í bíó á Íslandi um jólin 1994 og fæstir tóku eftir henni. Ári seinna mælti Þórður Rafn sterklega með myndinni við mig þannig að ég greip hana um leið og ég sá spóluna í Vídeóver í Kaupangi. Það er … Halda áfram að lesa: The Nightmare Before Christmas (1993) ★★★★★👍👍🖖

Alphaville (1965) ★★★★⯪👍👍

Dystópía sem blandar saman vísindaskáldskap og film noir. Það er til mynd sem ég kalla stundum í pirringi mínum Andleysi Godard. Ég var ekki, alls ekki, hrifinn af henni þó margir virðist telja hana meistaraverk.¹ Þannig að ég hafði mínar efasemdir um Alphaville eftir Jean-Luc Godard. Aðalleikarar eru Eddie Constantine og hin danska Anna Karina … Halda áfram að lesa: Alphaville (1965) ★★★★⯪👍👍

Open Range (2003) ★★★⯪☆👍

Nokkrir kúrekar (bókstaflega að reka kýr) lenda í útistöðum við nautgripabarón. Hversu marga vestra hefur Kevin Costner gert? Fleiri en ég hef séð allavega. Open Range er það sem hefur verið kallað endurskoðunarvestri.¹ Mörk góðs og ills eru loðin og hetjurnar ófullkomnar. Besta atriði myndarinnar er einmitt þegar persónurnar deila um muninn á því að … Halda áfram að lesa: Open Range (2003) ★★★⯪☆👍

Anatomie d’une chute (2023) ★★★⯪☆👍

Marglofuð verðlaunamynd um þýska konu sem er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum að bana. Mér þótti Anatomie d’une chute ekki standa undir nær tveimur og hálfum klukkutíma. Það er samt margt vel gert. Leikararnir eru góðir. Það eru áhugaverðar pælingar í Anatomie d’une chute. Hvað myndi fólk sjá ef það setti einkalíf þitt … Halda áfram að lesa: Anatomie d’une chute (2023) ★★★⯪☆👍

The Adventures of Robin Hood (1938)★★☆☆☆🫳

Hrói höttur lendir í útistöðum við skósveina Jóns landlausa sem hefur tekið völdin á meðan Ríkharður ljónshjarta er utan þjónustusvæðis (eins og hann var eiginlega alltaf). The Adventures of Robin Hood er frumraun einnar frægustu stjörnu síns tíma. Ekki í aðalhlutverkinu, augljóslega. Hann er ekki einu sinni skráður sem leikari í myndinni og ef svo … Halda áfram að lesa: The Adventures of Robin Hood (1938)★★☆☆☆🫳

Pee-wee’s Big Adventure (1985) ★★★★★👍👍🖖

Barnslegur maður leggur í háskaför í leit að reiðhjólinu sínu. Af einhverjum ástæðum tók það mig 40 ár að sjá Pee-wee’s Big Adventure. Hún hefur samt verið á listanum mínum í langan tíma. Þegar ég sá færi á að sjá hana í bíó fór ég og tók son og frænku með. Ég vissi samt fyrirfram … Halda áfram að lesa: Pee-wee’s Big Adventure (1985) ★★★★★👍👍🖖

All the President’s Men (1976) ★★★★☆👍👍🖖

Blaðamenn reyna að grennslast fyrir um hvort einhver nátengdur Nixon gæti mögulega kannski tengst ólöglegum gjörningum. All the President’s Men er gerð eftir samnefndri sannsögulegri bók Bob Woodward og Carl Bernstein um rannsókn þeirra á Watergate hneykslinu. Alan J. Pakula leikstýrir All the President’s Men. Dustin Hoffman og Robert Redford eru í aðalhlutverkum. Jason Robards, … Halda áfram að lesa: All the President’s Men (1976) ★★★★☆👍👍🖖

The Rocky Horror Picture Show (1975) ★★★★☆👍👍🖖

Ferkantað par með sprungið dekk leitar hjálpar í dularfullum kastala. Ég sá The Rocky Horror Picture Show í fyrsta skiptið í enskutíma Í Lundarskóla þegar ég var í sjöunda bekk. Þar áður spilaði ég tölvuleikinn á Amstrad. The Rocky Horror Picture Show er költmynd. Hún floppaði á sínum tíma en var uppgötvuð í miðnætursýningum¹ þar … Halda áfram að lesa: The Rocky Horror Picture Show (1975) ★★★★☆👍👍🖖

The Banshees of Inisherin (2022)★★★★★👍👍

Brestir koma í vináttu tveggja manna á afskekktri írskri eyju á tímum borgarastríðsins. Inisherin er ekki alvöru eyja. Eyjurnar Inis Mór, Inis Meáin og Inis Oírr eru kallaðar Aran-eyjar. Þær liggja við vesturströnd Írlands og tilheyra Galway. Þær eru bæði afskekktar og sumir telja menninguna þar „ekta“. The Banshees of Inisherin gerist á hálfgerðri Aran-eyju. Brendan … Halda áfram að lesa: The Banshees of Inisherin (2022)★★★★★👍👍

Somewhere in Time (1980) ★★☆☆☆🫳

Leikskáld finnur fyrir tengingu við leikkonu frá öðrum áratug tuttugustu aldar sem leiðir til tímaferðalags. Fyrra stóra vandamál Somewhere in Time er að hún er ógeðslega lengi að koma sér að efninu. Seinna stóra vandamálið er að ástarsagan er innihaldslaus. Þar sem myndin byggir á skáldsögu virðist líklegt að þetta sé bara beinagrindin og kjötið … Halda áfram að lesa: Somewhere in Time (1980) ★★☆☆☆🫳

Damsels in Distress (2012) ★★★★☆👍👍

Hópur ungra kvenna í háskóla reynir að hjálpa hinum þunglyndu og illa lyktandi. Ekki endilega sama fólkið en sama meðal. Whit Stillman er leikstjóri sem ég hef ekki fylgst með þannig að þegar ég heyrði talað um hann í hlaðvarpinu Critically Acclaimed ákvað ég að kíkja. Damsels in Distress var nefnd sem möguleg fyrsta mynd … Halda áfram að lesa: Damsels in Distress (2012) ★★★★☆👍👍

Lesa, horfa, hlusta

Lesa. Nýlega las ég the tainted cup eftir Robert Jackson Bennet. Þetta er ein besta fantasía sem ég hef lesið lengi (hef aðeins verið að lesa yfir mig í fantasíunum) Rannsóknarkona og aðstoðarmaður hennar rannsaka undarlegan dauða manns sem heilt tré hefur vaxið inn í. Þessi bók hefur allt sem ég hef gaman af galdrar, …

What Ever Happened to Baby Jane? (1962) ★★★ ★★👍👍🖖

Tvær eldri systur sem áður böðuðu sig í sviðljósinu deila heimili og lifa í fortíðinni, hvor á sinn hátt. Af einhverjum ástæðum hélt ég að What Ever Happened to Baby Jane? væri meira alræmd en góð. Hún er auðvitað einna frægust fyrir deilur Joan Crawford og Bette Davis. Sú hófst löngu áður en tökur á … Halda áfram að lesa: What Ever Happened to Baby Jane? (1962) ★★★ ★★👍👍🖖

Mississippi Grind (2015) ★★⯪☆☆ 🫴

Tveir fjárhættuspilarar taka höndum saman til að taka þátt í pókermóti. Vega- og vinamynd. Rick Fleck og Anna Boden (Freaky Tales) skrifuðu og leikstýrðu Mississippi Grind. Í aðalhlutverkum eru Ryan Reynolds (Two Guys, a Girl and a Pizza Place) og Ben Mendelsohn (Freaky Tales). Í smærri hlutverkum eru Sienna Miller (High-Rise), Lio Tipton (Love Hurts), … Halda áfram að lesa: Mississippi Grind (2015) ★★⯪☆☆ 🫴

Byzantium (2012) ★★★★☆👍👍

Tvær konur búa saman og það er eitthvað dularfullt á seyði en síðan kemur á skjáinn að myndin sé byggð á A Vampire Story eftir Moira Buffini (sem einnig skrifaði handritið) og öllum er sama um höskulda. Vampírumynd sumsé. Leikstjóri Byzantium er Neil Jordan sem er mögulega þekktastur fyrir aðra vampírumynd, en hann leikstýrði líka … Halda áfram að lesa: Byzantium (2012) ★★★★☆👍👍

Freaky Tales (2025) ★★★★☆👍👍

Árið 1987 er eitthvað skrýtið á sveimi í Oakland og hér eru fjórar laustengdar sögur tengdar því. Hryllingsmynd? Kannski. Allavega töluvert blóð. Freaky Tales er skrifuð og leikstýrt af Rick Fleck og Anna Boden. Þau eru líklega frægust fyrir að hafa leikstýrt og verið meðal handritshöfunda Captain Marvel.¹ Þau hafa afrekað ýmislegt fleira sem er … Halda áfram að lesa: Freaky Tales (2025) ★★★★☆👍👍

The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society (2018) ★★★★⯪ 👍👍

Í kjölfar Seinni heimsstyrjaldar fréttir ungur rithöfundur af bókaklúbb sem varð til á Ermasundseyjunni Guernsey¹ á meðan hernámi Þjóðverja stóð, hún ákveður að kynna sér söguna. The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society er nafn sem ég er ekki viss um að ég vill síendurtaka eins og geri gjarnan í þessum dómum. Leikstjóri myndarinnar … Halda áfram að lesa: The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society (2018) ★★★★⯪ 👍👍

The Wonder (2022) ★★★★★ 👍👍

Nokkrum árum eftir endalok hungursneyðarinnar miklu er enskur hjúkrunarfræðingur¹ fenginn til að fylgjast með írskri kraftaverkastúlku sem hefur ekkert látið sér til munns í marga mánuði annað en mana af himnum. Anorexia mirabilis er ógeðfellt hugtak. The Wonder er líklega best flokkuð sem sálfræðileg hryllingsmynd og hún virkar ákaflega vel sem slík. Allavega á mig. … Halda áfram að lesa: The Wonder (2022) ★★★★★ 👍👍

Spartacus (1960) ★★★★☆👍👍🖖

Þrakkverskur skylmingarþræll leiðir þrælauppreisn gegn Rómarveldi. Spartakus er ein af þeim myndum sem hefur verið á áhorfslistanum í langan tíma (30+ ár). Hún kom í bíó og við fórum. Við vitum öll að Rómverjar töluðu með breskum hreim og leikaravalið í Spartacus er miðað við það. Bandaríkjamenn eru í hlutverkum þræla. Eina undantekningin sem ég … Halda áfram að lesa: Spartacus (1960) ★★★★☆👍👍🖖

Mademoiselle (1966) ★⯪☆☆☆👎

Fordómar og siðleysi í frönsku þorpi. Tony Richardson leikstýrir Mademoiselle og Jeanne Moreau leikur aðalhlutverkið og gerir það mjög vel. Stutta útgáfan af rýninni, höskuldalaus: Falleg myndataka og nokkur góð atriði falla í skuggann af kvenfyrirlitningu Mademoiselle. Um leið er erfitt að líta framhjá atriðum þar sem dýr eru kvalin, að því er virðist ósviðsett. … Halda áfram að lesa: Mademoiselle (1966) ★⯪☆☆☆👎

The Great Dictator (1940)★★★★★👍👍🖖

Rakari lendir í gyðingaofsóknum í landi sem er augljóslega ekki Þýskaland því einræðisherrann heitir Hynkel en ekki Hitler. Við Gunnsteinn höfum stefnt á að horfa á The Great Dictator í mörg ár síðan við sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu. Nú þegar við nýttum tækifærið til að sjá hana í bíó er liðið of langt síðan að … Halda áfram að lesa: The Great Dictator (1940)★★★★★👍👍🖖

Winter’s Bone (2010) ★★★★☆👍👍

Þegar faðir hennar hverfur neyðist dreifbýlisstúlka til þess að leggja allt í sölurnar til þess að finna hann og tryggja framtíð fjölskyldunnar. Jennifer Lawrence¹ leikur aðalhlutverkið í Winter’s Bone og er bara frábær. Síðan eru líka Sheryl Lee (Twin Peaks) og Dale Dickey (í bitastæðu hlutverki sem hún fær of sjaldan). Leikstjóri er Debra Granik … Halda áfram að lesa: Winter’s Bone (2010) ★★★★☆👍👍

One Battle After Another (2025) ★★★☆☆👍

Byltingin étur börnin sín, eða er það fasisminn sem drepur börnin sín? Fyrstu atriði One Battle After Another eru vandræðalega kjánaleg og ég var ekki viss um að ég nennti meiru af svoleiðis rugli. Lukkulega batnaði hún þegar á leið. Ádeilan í One Battle After Another er ekki sérstaklega beitt. Hún hefur lítið að segja … Halda áfram að lesa: One Battle After Another (2025) ★★★☆☆👍

Queen Christina (1933) ★★⯪☆☆🫴

Kristína er krýnd konungur Svíþjóðar en verður minna og minna spennt fyrir hlutverki sínu. Mín yfirborðskennda þekking á sögu Svíþjóðar er nægileg til þess að ég þekki aðeins til Kristínu. Uppáhaldið mitt er auðvitað að lögin gerðu ekki ráð fyrir ríkjandi drottningu en sögðu ekkert um að konungurinn þyrfti að vera karlmaður. Kynusli. Ég veit … Halda áfram að lesa: Queen Christina (1933) ★★⯪☆☆🫴

This Is Spinal Tap (1984) ★★★★★👍👍🖖

Öldruð rokkhljómsveit¹ tekst á við mótlætið sem felst í dvínandi vinsældum og afskiptasemi plötufyrirtækisins sem vill hemja listræna tjáningu þeirra. Grínheimildarmynd. Ég hef séð ótal heimildarmyndir um rokkhjómsveitir og rokkara. Það hve This is Spinal Tap nær að líkja eftir þeim er magnað. Þetta á bæði við um stíl og efnivið. Þessar persónur eru allar … Halda áfram að lesa: This Is Spinal Tap (1984) ★★★★★👍👍🖖

The Sound of Music (1965) ★★★★★👍👍🖖

Þegar ung kona er send til að gerast kennslukona sjö barna gamals kapteins í Austurríki á seinni hluta fjórða áratugarins finnst henni andrúmsloftið þar jafnvel meira þrúgandi en í klaustrinu sem hún var í áður. The Sound of Music er klassískur söngleikur eftir Rodgers og Hammerstein byggður á sannri¹ sögu von Trapp fjölskyldunnar. Í aðalhlutverkum … Halda áfram að lesa: The Sound of Music (1965) ★★★★★👍👍🖖

Sneakers (1992) ★★★★⯪👍👍

Hópur af hökkurum og ýmis konar öryggissérfræðingum kemst í hann krappann. Sneakers er líklega uppáhalds Robert Redford myndin mín. Meðleikarar hans eru allir frábærir. Sidney Poitier, Dan Aykroyd (að leika sjálfan sig), River Phoenix, David Straitharn (eiginlega langbestur), Mary McDonnell og Ben Kingsley. Ekki hafði ég hugmynd um hver Donal Logue væri þegar ég sá … Halda áfram að lesa: Sneakers (1992) ★★★★⯪👍👍

Dead of Night (1945) ★★★★★👍👍🖖

Þegar maður mætir í hús úti í sveit hittir hann fólk sem hann kannast við í fyrsta skipti og þau fara að segja hvert öðru sögur. Gamanhryllingsmynd. Dead of Night er mynd sem endurómar í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsþætti síðustu átta áratugi. Áhrifin eru gríðarleg. Þetta er að mörgu leyti eins og þættir af Twilight … Halda áfram að lesa: Dead of Night (1945) ★★★★★👍👍🖖

Another Country (1984) ★★★★☆👍👍

Eldri maður segir frá því hvernig landið hans sveik hann áður en hann sveik landið. Another Country byggir á leikriti sem er byggt á sannsögulegum atburðum. Aðalpersónan Guy Bennett er lauslega byggð á Guy Burgess sem var einn af Cambrigde njósnurum fimm og endaði líf sitt í útlegð í Sovétríkjunum. Rupert Everett, Colin Firth og … Halda áfram að lesa: Another Country (1984) ★★★★☆👍👍

To All the Boys I’ve Loved Before (2018) ★★★★☆👍👍

Unglingsstúlka sem aldrei hefur átt kærasta fær allt í einu athygli strákanna sem hún hefur verið skotin í áður. Þetta er ekki byltingarkennd saga en skemmtileg tilbrigði. Það eru líklega leikararnir sem bera ábyrgð á því að To All the Boys I’ve Loved Before náði til mín. Lana Condor er stúlkan. Mig rámar í hana … Halda áfram að lesa: To All the Boys I’ve Loved Before (2018) ★★★★☆👍👍

Fighting With My Family (2019) ★★⯪☆☆🫴

Það reynir á þegar tvö systkini fá tækifæri til að láta drauma sína rætast í glímuheiminum. Sannsöguleg mynd. Æi. Florence Pugh er frábær og ég hefði varla nennt að horfa á Fighting with My Family ef hún hefði ekki verið þarna til að gefa persónunni dýpt (ef ekki hæð¹). Jack Lowden (Slow Horses) mjög góður … Halda áfram að lesa: Fighting With My Family (2019) ★★⯪☆☆🫴

Paris, Texas (1984) ★★★★★👍👍🖖

Maður gengur út úr eyðimörk, hvað var hann að flýja? Paris, Texas er ein af þessum kvikmyndum sem hefur verið að eilífu á listanum mínum þannig að þegar við sáum hana á dagskrá hjá Bíó Paradís ákváðum við feðgar að drífa okkur. Wim Wenders leikstýrði Paris, Texas. Sam Shepard skrifaði handritið en L.M. Kit Carson … Halda áfram að lesa: Paris, Texas (1984) ★★★★★👍👍🖖

Beitiskipið Pótemkin (1925) ★★★★★👍👍🖖

Árið er 1905 og maðkað kjöt dregur dilk á eftir sér. Ég veit ekki hve gamall ég var þegar ég sá kvikmyndina Alexander Nevskíj eftir Sergei Eisenstein en mig langaði strax að sjá fleiri af hans verkum. Rúmlega þrjátíu árum seinna horfði ég loksins á Beitiskipið Pótemkin. Mér til varnar verð ég að segja að … Halda áfram að lesa: Beitiskipið Pótemkin (1925) ★★★★★👍👍🖖

Take This Waltz (2011) ★★★⯪☆👍👍

Kona vill prufa eitthvað annað en kjúkling. Sambandsdrama. Sarah Polley, sem við munum öll eftir úr Leiðin til Avonlea, leikstýrði og skrifaði handrit Take This Waltz. Líkt og hún er myndin kanadísk. Aðalleikonan Michelle Williams er hins vegar bandarísk (og lék í Dawson’s Creek) og þó hún hafi ítrekað verið sorrí er ég ekki viss … Halda áfram að lesa: Take This Waltz (2011) ★★★⯪☆👍👍

Fitting In (2023) ★★★★⯪👍👍

Sextán ára stúlka¹ uppgötvar að hún tilheyrir þeim hluta mannkyns sem ekki passar þægilega í hefðbundna² kynjaflokkun. Ég rakst á Fitting In þegar ég var að fara yfir lista af bestu myndum síðasta árs³. Síðan fékk hún að bíða meðan ég plægði í gegnum myndirnar sem voru tilnefndar. Augljós mistök. Fitting In er á köflum … Halda áfram að lesa: Fitting In (2023) ★★★★⯪👍👍

Rear Window (1954) ★★★★★👍👍🖖

Þegar ljósmyndari er fastur heima hjá sér fótbrotinn byrjar hann að hnýsast í einkalíf nágranna sinni með ófyrirséðum afleiðingum. Hitchcock var fyrst leikstjórinn sem ég var meðvitaður um. Ég horfði á margar myndir hans þegar ég var líklega átta ára gamall. Ég get ekki nefnt hverjar af myndum hans það voru. Líklega var Rear Window … Halda áfram að lesa: Rear Window (1954) ★★★★★👍👍🖖

Citizen Kane (1941) ★★★★★👍👍🖖

Í Kvikmyndahandbók Halliwell¹ er vísað í topplista tímaritsins Sight & Sound frá 1952, ’62, ’72 og ’82. Á elsta listanum eru Hjólreiðaþjófarnir efstir en á þeim þremur sem á eftir fylgja er það Citizen Kane sem trónir á toppnum². Það varð til þess að myndin lenti á „þarf að finna og horfa“ listanum mínum. Það … Halda áfram að lesa: Citizen Kane (1941) ★★★★★👍👍🖖

Jennifer’s Body (2009) ★★⯪☆☆👍

Lúðastelpan er vinkona sætu vinsælu stelpunnar en óvæntir atburðir setja strik í reikninginn. Hryllingsgamanunglingamynd. Megan Fox er sæta vinsæla Jennifer en Amanda Seyfried er lúðinn, svo til að undirstrika þessa Hollywood-hefð að láta fallegar konur þykjast vera óspennandi. Johnny Simmons (sem ég þekki best sem Young Neil úr Scott Pilgrim) er lúðalegi kærasti lúðastelpunnar. Versti … Halda áfram að lesa: Jennifer’s Body (2009) ★★⯪☆☆👍

Dirty Pretty Things (2002) ★★★★☆👍👍

Innflytjendur og flóttamenn sem lifa á gráu svæði lagalega í London flækjast inn í glæpastarfsemi og þurfa að ákvarða hverju þau eru tilbúin að fórna fyrir betra líf. Árið 2001 lék Audrey Tautou í Amélie og hefur væntanlega færst á ofar í kynningarefni á Dirty Pretty Things sem kom út ári seinna. Líklega bjuggust áhorfendur … Halda áfram að lesa: Dirty Pretty Things (2002) ★★★★☆👍👍

Uppreisn / Uprising (2024) ★★★★⯪👍👍

Epísk kvikmynd um uppeldisbræður sem fara í stríð þegar Japan ræðst inn í Kóreu í lok sextándu aldar. Ég rakst á Uppreisn á topplista Guðmundar Hrafnkels fyrir síðasta ár. Annars hefði hún mögulega farið algjörlega framhjá mér eins og flestum. Uppreisn er uppfull af drama, fyndni og hasar, með sérstakri áherslu á flott skylmingaratriði. Ef … Halda áfram að lesa: Uppreisn / Uprising (2024) ★★★★⯪👍👍

Sokkaár

Í ár hef ég prjónað 3 pör af sokkum. Fyrsta parið er gert eftir uppskriftinni Mercury socks eftir Kim Drotar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég prjóna uppskrift með blúnndu. Mér leist nú ekki á blikuna í fyrstu enda á ég til að gera einfalda hluti flókna en eftir nokkra sentimetra af taugaáfalli í …

Go Fish (1994) ★★★★☆👍👍

Líf hóps samkynhneigðra kvenna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Það liggur svo í augum uppi að líkja Go Fish við Clerks. Svarthvítar ódýrar kvikmyndir frá 1994 sem voru meira að segja saman á Sundance kvikmyndahátíðinni. Aðalleikkonan Guinevere Turner varð síðan fyrirmyndin að Amy í Chasing Amy (og kom fram í þeirri mynd og heimildarmyndinni). … Halda áfram að lesa: Go Fish (1994) ★★★★☆👍👍

Singin’ in the Rain (1952) ★★★★★👍👍🖖

Munu stjörnur þöglu kvikmyndanna ná að standa af sér hljóðstorminn? Ég hélt ég hefði séð Singin’ in the Rain áður en ég mundi grunsamlega lítið eftir öðru en nokkrum söngatriðunum. Kannski hafði ég ekki séð hana í heild sinni áður. Það var samt rétt hjá mér að það var minna um kynlíf, nekt og kókaín … Halda áfram að lesa: Singin’ in the Rain (1952) ★★★★★👍👍🖖

The French Connection (1971)★★★★☆👍

Löggan Stjáni blái Doyle álpast í gegnum fíkniefnamál eins og ofbeldisfullur Dirk Gently. The French Connection fékk Óskarinn fyrir besta handrit, leikstjóra, klippingu, leikara og kvikmynd. Ég er tvíbentur í afstöðu minnar til myndarinnar. Söguþráðurinn er rugl en þó byggður á sönnum atburðum (að einhverju leyti). En Hackman er vissulega góður. Það eru nokkur frábær … Halda áfram að lesa: The French Connection (1971)★★★★☆👍

Konur á barmi taugaáfalls (1988) ★★★⯪☆👍

Spænskar konur sem eiga erfitt með að róa sig. Hnytinn titill, og kannski fyndnari íslenskri þýðing ef tvíræðnin er viljandi, gerir það að verkum að þetta er myndin sem ég tengi alltaf við Pedro Almodóvar þó ég hafi ekki séð hana fyrren nú. Gamanmynd á barmi þess að verða farsi. Það hitta ekki allir brandarar … Halda áfram að lesa: Konur á barmi taugaáfalls (1988) ★★★⯪☆👍