Poor Things (2023)👍👍{109-84-53-ø}

Þetta er einskonar Frankenstein. Hryllingur, vísindaskáldskapur, grín, gufupönk og töfraraunsæi. Skrýtin en góð skrýtin. Ekki fyrir alla (varla einu sinni flesta). Ég hef bara séð The Favourite af myndum Yorgos Lanthimos og var ekki jafn hrifinn og margir. Ég hafði ekkert á móti henni, alveg einn þumall upp en ekki mikið meira en það. Það … Halda áfram að lesa: Poor Things (2023)👍👍
{109-84-53-ø}

Small Soldiers (1998)👍👍{108-83-ø-ø}

Tækni fyrir vopn er notuð í leikfangaframleiðslu og strákur þarf að takast á við herskáa tindáta (plastdáta). Blanda af tölvuteiknimynd, stopphreyfingu og lifandi myndum. Ég er yfirlýstur aðdáandi Joe Dante en þegar auglýsingar fóru að birtast fyrir myndina Small Soldiers varð ég hissa og hræddur, mjög hræddur. Hún leit skelfilega út. Einhver undarleg eftiröpun á … Halda áfram að lesa: Small Soldiers (1998)👍👍
{108-83-ø-ø}

The Ox-Bow Incident (1943)👍👍🖖{107-82-ø-ø}

Myndin gerist árið 1885 í Villta vestrinu. Lögreglustjóri lítils bæjar er fjarverandi þegar fréttir berast um að bóndi í grenndinni hafi verið myrtur. Bæjarbúar hafa engin umsvif en vilja leita morðingjann uppi og taka hann af lífi án dóms og laga.[#] Ég valdi að horfa á The Ox-Bow Incident af einfaldri ástæðu. Á yfirliti mínu … Halda áfram að lesa: The Ox-Bow Incident (1943)👍👍🖖
{107-82-ø-ø}

God Bless America (2012)🫳{106-81-ø-ø}

Hvað ef þú myndir bara myrða andstyggilega fólkið? Raunveruleikasjónvarpsdómara? Haturspredikara? Mér líkar við Bob(cat) Goldthwait en ég hef alltaf verið svolítið efins um kvikmyndirnar sem hann hefur leikstýrt og því forðast þær. Þessi ádeila virkar ekki fyrir mig. Hún er eins og minna stíleseruð Natural Born Killers. Samt er ég á því að atriðið í … Halda áfram að lesa: God Bless America (2012)🫳
{106-81-ø-ø}

Looper (2012)👍👍{105-80-ø-ø}

Glæpasamtök langt í framtíðinni nota tímaferðalög skemmra í framtíðinni til að vinna fyrir sig skítaverkin. Önnur mynd (sjá Brick) eftir Rian Johnson og aftur með Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverki. Bruce Willis lokar síðan lúppu með því að mæta aftur í tímaferðalagsmynd. Ég var mjög hrifinn. Söguþráðurinn er flækja og þó ég hafi setið eftir með … Halda áfram að lesa: Looper (2012)👍👍
{105-80-ø-ø}

Nashville (1975)👍🖖{104-79-ø-ø}

Ég veit ekki hvernig ég ætti að súmmera upp söguþráðinn. Það eru margir þræðir. Nashville er stútfull af kunnuglegum andlitum (og höndum) þessa tíma. Scott Glenn, Julie Christie, Henry Gibson, Lily Tomlin, Geraldine Chaplin, Karen Black, Shelley Duvall, Ned Beatty, Elliott Gould… Þegar hendurnar á Jeff Goldblum birtust þekkti ég þær strax. Skrýtið. Ég get … Halda áfram að lesa: Nashville (1975)👍🖖
{104-79-ø-ø}

Nightmare Alley (2021)🫳{103-78-ø-ø}

Maður með fortíð (ekki sérstaklega spennandi) finnur sér samastað í karnivali. Hann heldur áfram og gerir hluti og missir áhuga minn. Of löng. Kannski hefði þetta verið skárra með betri aðalleikara. Bradley Cooper gerir lítið fyrir mig. Í kringum hann eru góðir og skemmtilegir leikarar Willem Dafoe, Ron Perlman, Toni Collette, David Strathairn, Richard Jenkins … Halda áfram að lesa: Nightmare Alley (2021)🫳
{103-78-ø-ø}

Brick (2006)👍{101-76-ø-ø}

Unglingur rannsakar morð fyrrverandi kærustu sinnar. Allt í Film Noir stíl en söguviðið er venjulegur „framhaldsskóli“ í Bandaríkjunum. Rian Johnson gerði bestu myndina í síðasta Star Wars þríleiknum. Hann reyndi að brjóta upp mynstrið og bæta við syndir forkvalanna. Því miður guggnaði Disney og leyfði hinum andlausa J.J. Abrams að snúa aftur og eltast við … Halda áfram að lesa: Brick (2006)👍
{101-76-ø-ø}

Stjörnur og önnur einkunnagjöf

Þegar kemur að stjörnugjöf er ég alveg vonlaus. Satt best að segja eru stjörnur vonlausar (sérstaklega í heimi þar sem fjórar stjörnur eru túlkaðar sem meinfýsin árás). Þær geta í besta falli náð að endurspegla skoðanir þess sem gefur stjörnurnar. Jafnvel innan þess samhengis erum við, flest allavega, oft ósamkvæm sjálfum okkur. Við erum ekki … Halda áfram að lesa: Stjörnur og önnur einkunnagjöf

The Amateur (2025)🫴{99-74-ø-32}

Tölvu- og öryggissérfræðingur hjá CIA verður fyrir persónulegu áfalli og hyggur á hefndir. Það má alveg horfa á þessa mynd. Hún var aldrei leiðinleg, jafnvel þó sýnishornin sýnt full mikið. Rami Malek er það besta við hana. Höskuldaívaf hér eftir en ekki alvarlegt. Við vitum að amatörasérfræðingurinn er ógeðslega gáfaður. Okkur er nefnilega sagt að … Halda áfram að lesa: The Amateur (2025)🫴
{99-74-ø-32}

Godfather Coda: The Death Of Michael Corleone (1990/2020)👍{98-74-ø-31}

Francis Ford Coppola er mikið fyrir að breyta og reyna að bæta myndir sínar. Það tekst misvel. Apocalypse Now er betri án fiðurfés. Ég var hins vegar mjög ánægður með Cotton Club Encore, þó með þeim fyrirvara að ég hef ekki raunverulegan samanburð við þá upprunalegu. Þriðja Godfather-myndin fékk skelfilega dóma og ég vissi það … Halda áfram að lesa: Godfather Coda: The Death Of Michael Corleone (1990/2020)👍
{98-74-ø-31}

The Longest Day (1962)🫴{97-73-ø-30}

Lengsti dagurinn stendur undir nafni. Þetta eru þrír klukkutímar sem ég fann fyrir og var ekki alveg að nenna. Myndin er endurtekningasöm. Við þurfum að gefa öllum kvikmyndastjörnunum tækifæri á að vera svalar í mynd. Svona eins og allar ofurhetjurnar þurfa að fá góðan tíma í Marvelmyndum. Það eru vissulega margir frægar leikarar í myndinni. … Halda áfram að lesa: The Longest Day (1962)🫴
{97-73-ø-30}

Zombieland (2009)🫴 {94-71-ø-ø}

Uppvakningagrínmynd. Ólíklegur hópur einstaklinga ákveður að ferðast saman um stund. Mörg fyndin atriði. Leikararnir flottir. Emma Stone, Woody Harrelson, Jesse Eisenberg og Abigail Breslin (stelpan úr Little Miss Sunshine). Þar til að kom að lokauppgjörinu. Það virkaði á mig eins og einhver hefði séð fyrir sér nákvæmlega hvernig það yrði og því þröngvað fram þær … Halda áfram að lesa: Zombieland (2009)🫴
{94-71-ø-ø}

Vlny / Öldur (2024) 👍👍{93-70-50-29}

Starfsfólk Tékkóslóvakíska útvarpsins ögrar ritskoðunartilburðum ríkisstjórnarinnar í aðdraganda Vorsins í Prag (1968). Myndin var sýnd til minningar um Ásgeir vin minn. Þegar hann fékk fréttirnar um að hann væri með krabbamein bauð hann systur sinni og mömmu á þessa mynd sem hann hafði þá þegar séð. Þessi mynd var líka á lista hans yfir bestu … Halda áfram að lesa: Vlny / Öldur (2024) 👍👍
{93-70-50-29}

Nomadland (2020) 👍👍 {92-69-ø-ø}

Frances McDormand leikur ekkju sem hefur misst heimili sitt. Hún býr í sendiferðabíl og notar hann til að ferðast um Bandaríkin og vinna sem farandverkamaður. Hún tilheyrir samfélagi flakkara og við kynnumst ýmsum úr hennar heimi. Margir þeirra eru að leika sig sjálfa (eða útgáfu af sjálfum sér). Það eru líka ýmsir atvinnuleikarar með og … Halda áfram að lesa: Nomadland (2020) 👍👍
{92-69-ø-ø}

Nuovo Cinema Paradiso (1988) 👍👍🖖{91-ø-ø-29}

Leikstjóri rifjar upp æsku og uppvöxt, sér í lagi í tengslum við kvikmyndahúsið (Nuovo) Cinema Paradiso. Ég sá þessa ekki í bíó á sínum tíma en heyrði líklega fyrst um hana þegar hún fékk Óskarinn sem besta erlenda myndin (fyrir) árið 1989. Líklega sá ég hana fyrst á RÚV þann 25. desember 1992. Myndin náði … Halda áfram að lesa: Nuovo Cinema Paradiso (1988) 👍👍🖖
{91-ø-ø-29}

The Godfather Part II (1974)👍👍🖖 {90-ø-ø-28}

Hvor er betri? Godfather eða Godfather part II? Ég hef aldrei getað svarað því. Ég lít eiginlega á þær sem heild. Höskuldar, varist ef þið hafið ekki séð. Því verður samt ekki neitað að uppbygging kvikmyndarinnar er mögnuð. Sögum feðganna er fléttað saman. Vito Corleone flýr Sikiley eftir að fjölskylda hans hefur verið myrt og … Halda áfram að lesa: The Godfather Part II (1974)👍👍🖖
{90-ø-ø-28}

Elskling (2024) 👍 {89-68-49-27}

Þau hittast, verða ástfanginn, eignast börn og hvað svo? Leikstjóri er hin norsk-íslenska Lilja Ingólfsdóttir. Hún vann til fullt af verðlauna og þið getið lesið meira um myndina á Menningarsmyglinu hans Ásgeirs. Þetta var einmitt ein eftirlætismyndin hans frá því í fyrra. Aðalpersónurnar í Elskling eiga við hversdagsleg vandamál að stríða sem virka raunverulega. Oft … Halda áfram að lesa: Elskling (2024) 👍
{89-68-49-27}

Terminator 2: Judgment Day (1991)👍👍🖖{87-ø-ø-ø}

Til þess að drepa skæruliðaforingja framtíðarinnar er tortímandi sendur til ársins 1995. En skæruliðaforinginn sendir líka verndara til að vernda sjálfan sig. Ég rifja reglulega upp hreim æskunnar þegar ég segi Ter-mín-a-tor. Svona Djúran Djúran dæmi. Hér verða höskuldar. Ég missti alveg af þessari í bíó. Ég var tólf ára þá. Mér finnst eins og … Halda áfram að lesa: Terminator 2: Judgment Day (1991)👍👍🖖
{87-ø-ø-ø}

X (2022) 👍 {86-62-ø-ø}

Árið er 1979. Vinnufélagar í Texas, ásamt kærustum sínum, halda út í sveit ásamt ungum kvikmyndagerðarmanni og kærustu hans til þess að búa til tilraunakennda mynd. Markmiðið er að græða peninga myndbandsspólusölu (sem er reyndar frekar góð langtímaspá á þessum tíma). Listræna mynd sumsé. Klám. Þau fá gistingu á vegum frekar undarlegs gamals fólks. Þarna … Halda áfram að lesa: X (2022) 👍
{86-62-ø-ø}

Songcatcher (2001) 👍 {85-61-ø-ø}

Þjóðlagafræðingur er uppgefin á kynjamisrétti í háskólanum sínum og fer til systur sinnar sem rekur skóla í Appalachia-fjöllum. Þar rekst hún á fjársjóð þjóðlagahefðar fjallafólksins. Þetta er í alvörunni frægt dæmi í þjóðfræðinni. Þjóðlög frá Bretlandseyjum sem lifðu áfram í einangruðum samfélögum. Síðan er sögulega rétt farið með hugarfar þjóðfræðasafnara (ekki bara þjóðlagasafnara) sem tala … Halda áfram að lesa: Songcatcher (2001) 👍
{85-61-ø-ø}

Black Bag (2025)👍👍 {84-60-49-25}

Njósnamynd. Það er svikari innanhúss. Getur njósnari treyst maka sem er einnig njósnari? Gunnsteinn benti mér á Black Bag. Ég hef aldrei elst sérstaklega við myndir Steven Soderbergh en er hrifinn af Out of Sight og (sérstaklega) The Limey. Handritshöfundurinn er David Koepp sem skrifaði m.a. Jurassic Park, fyrstu Mission Impossible og Death Becomes Her. … Halda áfram að lesa: Black Bag (2025)👍👍
{84-60-49-25}

Hammett (1982) 🫴{83-59-ø-ø}

Rithöfundurinn Dashiell Hammett lendir í miðju glæpamáli sem gæti allt eins komið úr eigin hugarheimi. Leikstýrt af Wim Wenders. Það er margt gott við myndina. Frederic Forrest er skemmtilegur í aðalhlutverkinu. Sviðsmyndirnar gera það augljóst að hún er tekin upp í stúdíói, sem gefur bara viðeigandi tón. Þetta er eins og Noir-myndirnar sem byggðar eru … Halda áfram að lesa: Hammett (1982) 🫴
{83-59-ø-ø}

The Black Cauldron (1985) 🫴 {81-58-ø-ø}

Mislukkaður svínahirðir lendir í ævintýrum. Disney hittir Tolkien og Ralph Bakshi. Disney tapaði peningum á þessari mynd og því var aldrei í boði að sjá hana þegar ég tók fyrstu atrennu á teiknimyndir fyrirtækisins. En hún var samt frekar spennandi út af því. Núna er hún einfaldlega á Disney+. Tónn Black Cauldron er mjög ójafn, … Halda áfram að lesa: The Black Cauldron (1985) 🫴
{81-58-ø-ø}

Smjörhóll í Axarfirði eða Herhóll í Öxarfirði eða Axarfirði

Í fórum mínum er jólakort til ömmu minnar (Ingibjörg Óladóttir 1912-2002) sem er stílað á Imbu á Herhóli. Þar sem fæðingarstaður ömmu heitir Smjörhóll þótti mér þetta nokkuð nokkuð áhugavert. Frá ömmu (og seinna Sigurði Birgi frænda mínum á Smjörhóli) fékk ég þær skýringar að prestur nokkur hafi verið á því að Herhóll væri réttara … Halda áfram að lesa: Smjörhóll í Axarfirði eða Herhóll í Öxarfirði eða Axarfirði

Novocaine (2025)👍 {78-57-48-22}

Titilpersónan okkar finnur ekki fyrir sársauka og lifir því vernduðu lífi. Hann fellur fyrir lægra settum starfsmanni og talar ekki einu sinni við mannauðsstjórann. Síðan koma bankaræningjar og ræna ástinni hans. Hann ákveður að taka lögin í sínar hendur. Ég hafði áhyggjur af því að fyndnustu atriði myndarinnar væru í sýnishorninu sem við höfum séð … Halda áfram að lesa: Novocaine (2025)👍
{78-57-48-22}

Scott Pilgrim vs. the World (2010) 👍👍 {72-ø-ø-21}

Þegar ég átti ekki rafbókalesara í lit leitaði ég uppi svarthvítar teiknimyndasögur sem virkuðu vel á rafbleksskjá. Ein af þeim sem ég fann var Scott Pilgrim serían eftir Bryan Lee O’Malley. Mér líkaði hún. Þetta var samt 2013, eftir að myndin var komin út. Hún fór alveg framhjá mér, eins og flestum. Ég féll ekki … Halda áfram að lesa: Scott Pilgrim vs. the World (2010) 👍👍
{72-ø-ø-21}

The Lighthouse (2019) 🫴 {67-50-ø-ø}

Nýr maður hefur störf við vitavörslu ásamt reynslumiklum manni einhvern tímann á seinnihluta nítjándu aldar.. Einangrunin fer illa með þá. Þetta er flott mynd. Útlitslega. Bara ekkert sérstaklega góð. Andrúmsloftið nær reglulega tilætluðum árangri en það væri betra að hafa söguþráð með. Það er meira eins og hlutir gerist bara handahófskennt. Hefði kannski virkað í … Halda áfram að lesa: The Lighthouse (2019) 🫴
{67-50-ø-ø}

Heilaga fíkjan / Dāne-ye anjīr-e ma’ābed (2024) 👍 {65-48-45-18}

Ég held að íslenski titill myndarinnar sjáist hvergi nema á bíótjaldinu. Á ensku er þetta The Seed of the Holy Fig og ég held að sá titill hafi verið notaður í allri umfjöllun um Óskarsverðlaunatilnefningu myndarinnar í íslenskum fjölmiðlum (lélegt). Líkingarmál titilsins er útskýrt í myndinni. Íranskur maður er skipaður rannsóknardómari við Íranska byltingardómstólinn á … Halda áfram að lesa: Heilaga fíkjan / Dāne-ye anjīr-e ma’ābed (2024) 👍
{65-48-45-18}

Vampyr (1932) 👍🖖 {63-47-ø-16}

Undarleg mynd sem féll mér í geð. Gerð á undan Dracula (1932) en gefin út seinna og floppaði. Söguþráður myndarinnar er óskýr og skiptir kannski ekki máli. Í staðinn er þetta upplifun. Andrúmsloft og sjónbrellur sem grípa áhorfendur. Vonandi. Í myndinni sjáum við töluvert af tæknibrellum sem Francis Ford Coppola notaði seinna í sinni Drakúlamynd. … Halda áfram að lesa: Vampyr (1932) 👍🖖
{63-47-ø-16}

Nickel Boys (2024) 🫳 {62-45-44-ø}

Efnilegur sautján ára svartur strákur á sjöunda áratugnum er sendur í unglingafangelsi fyrir engar sakir. Þar er farið með svörtu strákana eins og þræla. Áhugaverð saga fellur í skuggann af tilgangslitlum stílæfingum. Aðalpersónurnar eru sjónarhorn okkar. Það er ruglandi á köflum. Síðan koma undarlegir millikaflar um tunglferðir sem ég get ímyndað mér krókaleiðir til að … Halda áfram að lesa: Nickel Boys (2024) 🫳
{62-45-44-ø}

Ghostlight (2024) 👍👍 {60-ø-ø-ø}

Hægt og rólega kynnumst við fjölskyldu sem gengur í gegnum erfiða tíma. Faðirinn álpast inn í áhugaleikhúsuppfærslu á Rómeó og Júlíu. Þetta var stórkostleg mynd. Ein af bestu myndum síðasta árs. Hjartnæm og ekta tilfinningar á persónulegum skala. Fólk lifir í gegnum listina en ekki á þeim stóra skala sem við sjáum í The Brutalist … Halda áfram að lesa: Ghostlight (2024) 👍👍
{60-ø-ø-ø}

A Real Pain (2024) 👍👍 {58-42-40-13}

Tveir frændur sem hafa misst sambandið fara saman til Póllands á slóðir ömmu sinnar og að kynna sér sögu gyðinga í landinu. Frændurnir eru mjög ólíkir. Annar hefur selt sig kapítalismanum en hinn gerir eiginlega ekkert. Undir niðri eru tilfinningar. Eins og gerist oft.  Jesse Eisenberg skrifaði handritið, leikstýrði og leikur annað aðalhlutverkið. Hann fellur … Halda áfram að lesa: A Real Pain (2024) 👍👍
{58-42-40-13}

Kvikmyndaáhorf 2024

Í fyrra byrjaði ég átak í að horfa á myndir sem höfðu verið lengi á „listanum“ mínum. Flestir sem hafa áhuga á kvikmyndum eiga slíkan lista þó hann sé ekki endilega niðurskrifaður. Þannig að margt af þessu eru myndir sem ég hefði, sem alvöru kvikmyndanörd, átt að sjá fyrir löngu. Síðan eru nokkrar hérna sem … Halda áfram að lesa: Kvikmyndaáhorf 2024

Le voyage dans la lune (1902) 👍👍🖖 {55-ø-ø-ø}

Þetta er ein þekktasta mynd kvikmyndasögunnar. Ef þið hafið ekki séð hana þá hafið þið líklega séð allavega eina stutta klippu eða sillu úr henni. Þetta er tæknibrellumynd á skala sem hafði aldrei sést áður. Ég hef áður sagt að uppáhaldsmyndin mín eftir Martin Scorsese sé Hugo. Þar fáum við, meðal annars, að kynnast öldruðum … Halda áfram að lesa: Le voyage dans la lune (1902) 👍👍🖖 {55-ø-ø-ø}

The Witch (2015) 👍👍 {50-ø-37-ø}

Ég er að horfa á óvanalega mikið af hryllingsmyndum. Það er eins og Nosferatu hafi slegið tóninn í upphafi árs. Í þessu tilfelli eru raunar um mjög bein áhrif því leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er sá sami, Robert Eggers. The Witch gerist á svipuðu svæði og nornaofsóknirnar í Salem en töluvert fyrr. Miðpunktur myndarinnar er … Halda áfram að lesa: The Witch (2015) 👍👍 {50-ø-37-ø}

Nosferatu: Eine Symphonie des Grauens (1922) {49-ø-ø-ø}

Það eru líklega 27 ár síðan ég sá þessa mynd fyrst (og síðast). Það var myndbandsspóla og túbusjónvarp. Mig grunar líka að sú útgáfa hafi verið styttri. Mig minnir að ég hafi á sínum varla haldið athyglinni á myndinni. Hún heillaði mig ekki. Hún hræddi mig ekki. Nosferatu leikstjórans F.W. Munrau er augljóslega byggð á … Halda áfram að lesa: Nosferatu: Eine Symphonie des Grauens (1922) {49-ø-ø-ø}

Bram Stoker’s Dracula (1992) 👍👍🖖 {47-ø-ø-ø}

Þetta er algjörlega uppáhalds vampírumyndin mín. Ég veit að hún er gölluð en mér finnst hún samt æðisleg. Það væri örugglega þess virði að fara á Bram Stoker’s Dracula í bíó. Ég missti alveg af því á sínum tíma (fullungur fyrir hryllingsmyndir). Þess í stað er það UHD (4k) útgáfan í stóra sjónvarpinu. Augljósasti galli … Halda áfram að lesa: Bram Stoker’s Dracula (1992) 👍👍🖖 {47-ø-ø-ø}

Tiger Stripes (2023) 👍 {46-37-35-ø}

Kynþroskalíkamshryllingur frá Malasíu og hryllingur þess þegar vinir yfirgefa þig. Tólf ára stelpa byrjar á blæðingum og líkami hennar fer í gegnum óhefðbundnar breytingar. Eða kannski hefðbundnar af því að mér skilst myndin byggi á þjóðtrú. Það er ekki ólíklegt að leikstjóri/handritshöfundur myndarinnar hafi séð Carrie (eða bara lesið bókina eins og ég). Þetta er … Halda áfram að lesa: Tiger Stripes (2023) 👍 {46-37-35-ø}

The Damned (2024) 👍 {42-34-32-7}

Íslensk hrollvekja á ensku. Einangruð verbúð á Vestfjörðum á seinnihluta nítjándu aldar, ekkja og sjómenn. Og voveiflegir atburðir. Fer ekki út í höskulda. Hugsaði nokkrum sinnum um Jóhannes langalangafa á meðan ég horfði. Þetta alveg þrælfín mynd. Meira treyst á andrúmsloft heldur en skrýmsli sem hoppa upp og segja bú. Sem er gott. Hún virkaði … Halda áfram að lesa: The Damned (2024) 👍 {42-34-32-7}

Tvífarinn Jóhannes Zoëga (1881-1886)

Gunnsteinn var að skoða Íslendingabók og rakst þar á grunsamlega „tilviljun“. Alnafnar sem fæddust sama dag 1881 og létust sama dag 1886. Jóhannes Zoëga (27. ágúst 1881 – 13. ágúst 1886) Jóhannes Zoëga (27. ágúst 1881 – 13. ágúst 1886) Þetta er vægast sagt ólíklegt. Ég kíkti í Zoëga-ættarbókina og þar er þetta svona. Annar … Halda áfram að lesa: Tvífarinn Jóhannes Zoëga (1881-1886)

The Last Stop in Yuma County (2023) 🫴 {40-32-30-ø}

Ekki fjarri þar sem bankarán var framið er einangruð bensínlaus bensínstöð. Veitingastaðurinn við hliðina fyllist hægt og rólega af fólki. Þó The Last Stop in Yuma County sé yfirleitt kölluð nútíma-vestri (gerist líklega á níunda áratug síðustu aldar) er hún fyrst og fremst svört gamanmynd. Hún er fín lengst af en undir lokin var þetta … Halda áfram að lesa: The Last Stop in Yuma County (2023) 🫴 {40-32-30-ø}

Samtölin

Ein af merkilegri kvikmyndum sovésku eftirstríðsáranna fjallar eiginlega ekki um neitt þannig séð. Örmagna maður dregur dauða konu sína á sleða gegnum snjóinn og heldur uppi einhliða samtali við hana á meðan. Hvert förinni er heitið er ekki með öllu ljóst. Við og við er klippt yfir á bjarndýr sem er að renna á lyktina. … Halda áfram að lesa: Samtölin

The Breakfast Club (1985) 🤏 {36-ø-ø-ø}

Fimm nemendur í hæskúl eru neyddir til að eyða laugardegi á bókasafni til að gjalda fyrir syndir sínar. Þau læra að þau eiga ýmislegt sameiginlegt þó þau sé öll bókstaflega steríótýpur. Þegar ég keypti Breakfast Club á DVD hneykslaðist Ásgeir á mér og kallaði myndina Morgunverðarleiðindin. Við Eygló höfum kallað hana þessu nafni síðan og … Halda áfram að lesa: The Breakfast Club (1985) 🤏 {36-ø-ø-ø}

12 Monkeys (1995) 👍👍🖖 {35-ø-ø-ø}

Kvikmyndauppeldi kvöldsins var ein af uppáhaldsmyndum Ásgeirs. Hann kenndi hana víst þegar hann var að kenna á Sauðárkróki (út frá því hvenær hann skrifaði þetta): Annars er bíóáhorf aðallega vinnutengt þessa vikuna, kláruðum 12 Monkeys og Zero Effect í dag, merkilegt hvernig 12 Monkeys er alltaf ný. Nú var ég aðallega með hugann við gagnrýnina … Halda áfram að lesa: 12 Monkeys (1995) 👍👍🖖 {35-ø-ø-ø}

[Almost Famous] Untitled [Bootleg Cut] (2000) 👍👍🖖 {32-ø-ø-ø}

Þegar ég stakk upp á því við Gunnstein að horfa á Almost Famous spurði hann strax „hvaða útgáfu?“. Ég var augnablik að fatta en mundi síðan að við Ásgeir hefðum rætt akkúrat þetta í tengslum við kvikmyndauppeldi í Botninum. Gunnsteinn hafði verið að hlusta á þáttinn. Síðan spurði Eygló að því sama enda nýbúin að … Halda áfram að lesa: [Almost Famous] Untitled [Bootleg Cut] (2000) 👍👍🖖 {32-ø-ø-ø}

Wallace and Gromit: Vengeance Most Fowl (2024) 👍 {29-27-25-ø}

Þórarinn frændi lánaði mér snemma á tíunda áratugnum myndbandsspólu með stuttmyndum sem ég held að hafi allar verið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta „hreyfimyndin“. Animation er alltaf vandræðaorð til að þýða – myndir gæddar lífi. Yfirleitt segjum við bara teiknimyndir en það er auðvitað ónákvæmt. Sú mynd sem ég hefði mest áhrif á mig var … Halda áfram að lesa: Wallace and Gromit: Vengeance Most Fowl (2024) 👍 {29-27-25-ø}

His Three Daughters (2024) 👍👍 {28-26-24-ø}

Þrjár systur koma saman til að vera hjá dauðvona föður sínum. Sumsé, líf, dauði og fjölskyldudrama. Bara sérstaklega vel heppnað. Myndin hvílir nær eingöngu á þremur leikkonum, Carrie Coon, Natasha Lyonne og Elizabeth Olsen, og gerist nær eingöngu í sömu íbúð. Mér datt Ingmar Bergman alveg nokkrum sinnum í hug þegar ég var að horfa … Halda áfram að lesa: His Three Daughters (2024) 👍👍 {28-26-24-ø}

Música (2024) 👍 {26-24-22-ø}

Sjálfsævisöguleg mynd um Rudy, ungan mann með líflega hárgreiðslu sem heyrir tónlist allsstaðar. Hann kynnist stúlkunni sem lék Veronicu í Riverdale sjónvarpsþáttunum (sem ég gafst upp á þegar þeir voru á stórundarlegar slóðir). Eða öllu heldur, höfundur myndarinnar (heitir líka Rudy) sem leikur sjálfan sig kynntist leikkonunni þegar hún var að leika unga konu sem … Halda áfram að lesa: Música (2024) 👍 {26-24-22-ø}

Robot Dreams (2023) 👍 {24-22-20-ø}

Robot Dreams er teiknimynd um hund sem eignast vélmennavin. Hugljúf (klisjuorð), og skemmtileg (hversdagsorð). Ingimar var líka hrifinn. Ég hafði smá áhyggjur af því að myndin væri lof til gervigreindar en svo er ekki. Sagan er töluvert eldri en núverandi gervigreindarbóla. Fyrirfram vissi ég að myndin væri evrópsk. Reyndar hefði ég fattað það um leið … Halda áfram að lesa: Robot Dreams (2023) 👍 {24-22-20-ø}

Girls Will Be Girls (2024) 👍 {23-21-19-ø}

Þroskasagan indverskrar stúlku. Ástarsaga unglinga. Samband mæðgna. Þó kannski fyrst og fremst um stöðu kvenna, sérstaklega stúlkna, í indversku samfélagi. Myndin gerist að mest í indverskum heimavistarskóli en kannast aðallega við slíkt eftir að hafa lesið um æsku Freddie Mercury. Hann gekk einmitt í slíkan skóla, fjarri fjölskyldunni sem var á Zanzibar. Þó skólaeiður nemenda … Halda áfram að lesa: Girls Will Be Girls (2024) 👍 {23-21-19-ø}

Pulp Fiction (1994) 👍👍🖖 {21-ø-ø-4}

Hve margir kvikmyndaunnendur hafa heimsótt McDonald’s í Frakklandi til að fá Royale With Cheese? Pulp Fiction tilheyrir uppáhaldsbíóárinu mínu (sjá færslu um Forrest Gump) og hún er líka uppáhaldsmyndin mín frá því ári (erfið samkeppni við Léon og Clerks). Á sínum tíma (1992-1993) missti ég af Reservoir Dogs. Hún var sýnd í Borgarbíó á Akureyri … Halda áfram að lesa: Pulp Fiction (1994) 👍👍🖖 {21-ø-ø-4}

Fancy Dance (2023) 👍👍 {21-20-18-ø}

Einhver besta mynd ársins 2023 (þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðum) eða 2024 (þegar hún fór í almenna dreifingu). Þið ættuð að reyna að finna hana frekar en að lesa það sem ég hef að segja. Sumt hljómar kannski dramatískt og niðurdrepandi en ekki láta það stoppa ykkur. Eftir hvarf konu sem tilheyrir Seneca–Cayuga þjóðinni … Halda áfram að lesa: Fancy Dance (2023) 👍👍 {21-20-18-ø}